Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2017 14:27 Thomas Møller Olsen tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag. Hann lýsti yfir sakleysi sínu í báðum ákæruliðum. vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15