Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2017 13:12 Sólning er dekkjaverkstæði. Vísir/GVA Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“ Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“
Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14
Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00