Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2017 13:12 Sólning er dekkjaverkstæði. Vísir/GVA Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“ Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“
Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14
Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00