Stjórnvöld níðast á öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein verður fjallað um þrjú dæmi þess hvernig stjórnvöld níðast á öldruðum. Fyrsta dæmið er frá 2013. Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisendurskoðun gripu þá til þess ráðs að nota skoðanakönnun um „bótasvik“ í sveitarfélögum í Danmörku sem vísbendingu eða sönnun um slík svik á Íslandi. Þetta var fáheyrt, þar eð ekki var einu sinni um rannsókn að ræða í Danmörku heldur skoðanakönnun. M.ö.o: Danskir lífeyrisþegar voru spurðir hvort þeir teldu, að bótasvik væru stunduð í umræddum sveitarfélögum. Að sjálfsögðu skiptir slík skoðanakönnun í Danmörku engu máli fyrir Ísland. En það furðulega gerðist, að ríkisendurskoðandi taldi, að umrædd skoðanakönnun í Danmörku væri eðlilegt viðmið fyrir Ísland. Í ljós kom þó, að raunveruleg bótasvik á Íslandi umrætt ár voru lítil sem engin. Það var því verið að ljúga bótasvikum upp á aldraða og öryrkja á Íslandi. Það er alvarlegt mál og ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun ættu að biðjast afsökunar á þessari framkomu við íslenskt lífeyrisfólk.Ólögmæt skerðing 5 milljarðar 2017! Annað dæmið fjallar um það, að Tryggingastofnun með samþykki velferðarráðuneytisins ákvað að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum í janúar og febrúar 2017 um 5 milljarða enda þótt heimild til skerðingar hefði fallið út úr lögunum við afgreiðslu þeirra á Alþingi. Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið stóðu að þessu athæfi gagnvart eldri borgurum og báðust ekki einu sinni afsökunar á tiltækinu. Málaferli eru nú í uppsiglingu vegna þessarar ólögmætu skerðingar á tryggingalífeyri aldraðra. Flokkur fólksins ákvað að fara í mál og er undirbúningur nú í fullum gangi. Telja má nokkuð öruggt, að þetta mál vinnist og gangi það eftir er greið leið til þess að stefna ríkinu vegna fyrri skerðinga.Lífeyrisfólk skattlagt um 50 þúsund á mánuði! Þriðja dæmið fjallar um persónuafsláttinn og skattleysismörkin frá 1988 og fram á þennan dag. Árið 1988 lýstu stjórnmálamenn því yfir, að persónuafsláttur ætti að fylgja launa- og verðlagsvísitölu. Við það hefur ekki verið staðið. Ef það hefði verið gert væru elli- og örorkulífeyrisþegar skattlausir í dag. En þeir greiða 50 þúsund á mánuði í skatt. Ríkið lætur lífeyrisfólk fá lífeyri með annarri hendinni en tekur jafnmikið til baka með hinni. Þetta er svívirða. Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls. Þannig á það að vera hér. Öll þessi framangreind þrjú dæmi leiða í ljós, að stjórnvöld hér á landi eru stöðugt að níðast á öldruðum og öryrkjum. Mál er að linni og leiðrétt verði fyrir liðinn tíma.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun