Guðmundur Helgi: Valsmenn rotuðu okkur á fyrstu mínútunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2017 22:00 Guðmundur Helgi á hliðarlínunni í kvöld. vísir/ernir „Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
„Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15