Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2017 21:15 Vignir Stefánsson skorar eitt 10 marka sinna. vísir/ernir Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. Með góðri vörn náði Valsliðið snemma forskotinu en það tók Framara tíu mínútur að skora fyrsta mark sitt. Góð vörn heimamanna hélt þeim inn í leiknum framan af en þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn kominn í sjö mörk, 3-10, Valsmönnum í vil. Heimamenn áttu í mestu vandræðum í sóknarleiknum þar sem boltinn tapaðist trekk í trekk. Um var að ræða einfald mistök þar sem leikmenn Fram virtust oft eiga í erfiðleikum með að ná almennilegu gripi á boltanum. Framarar vöknuðu aðeins til lífsins á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og fóru að saxa á forskotið en það kom helst með almennilegum varnarleik og þegar eitthvað flæði komst í sóknarleikinn. Náðu þeir að koma muninum niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Valsmenn tóku þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, staðan 15-12, Valsmönnum í vil. Það sama var upp á teningunum í upphafi seinni hálfleiks, Valsmenn keyrðu hraðaupphlaupin í bakið á Fram og náðu strax að ná góðu forskoti sem Framarar héldu áfram að eltast við allan leikinn. Einbeitingarleysi í vörn Fram þýddi að Valsmenn voru að fá allt of auðveld mörk, mörg þeirra þegar sóknir Vals virtust vera að fjara út en óvænt línusending eða frákast gaf Valsmönnum þessi auka mörk. Þegast mest var fór munurinn upp í átta mörk í seinni hálfleik og voru lokamínúturnar því aðeins formsatriði fyrir Valsmenn sem fögnuðu að lokum öruggum sigri. Léttir fyrir Valsmenn sem gátu dreift álaginu fyrir erfiðan Evrópuleik á laugardaginn. Valsmenn leiða því í einvíginu 1-0 fyrir næsta leik liðanna sem fer fram að viku liðinni á heimavelli Vals í Vodafone-höllinni en Framarar fá nægan tíma til að fara yfir leikinn og það fjölmarga sem betur má fara. Vignir. Þurfum að vera á bensíngjöfinni allan leikinnVignir átti afar góðan leik.vísir/ernir„Þetta var góður sigur og það má alveg segja að við séum að senda skilaboð en lokatölurnar segja ekki alveg hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Vignir Stefánsson, leikmaður Vals, aðspurður hvort Valsmenn hafi ætlað að senda skilaboð í kvöld. „Þetta var hörku leikur og við þurftum virkilega að hafa fyrir sigrinum, við vitum að Fram getur alltaf bitið frá sér og við vorum alltaf klárir fyrir öll áhlaup þeirra. Við vorum búnir að kortleggja þá vel fyrir leikinn.“ Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og héldu heimamönnum í einu marki fyrstu tíu mínúturnar. „Við vildum reyna að setja tóninn strax í byrjun með sterkri vörn og góðum sóknarleik og okkur tókst það vel. Svo fáum við hraðaupphlaupsmörk sem byrja í varnarleiknum og strákarnir voru frábærir þarna í miðjunni. Ég naut góðs að því.“ Fyrir utan stuttan kafla undir lok fyrri hálfleiks virtust sigur Valsmanna aldrei í hættu. „Við slökuðum aðeins á um miðjan fyrri hálfleikinn og þeir fara að bíta frá sér. Við höfum marg oft talað um það að við megum ekki slaka á og við þurfum að vera á bensíngjöfinni allan leikinn.“ Framundan er þétt dagskrá hjá Val en Vignir segist ekki kvarta. „Við þurfum að gleyma þessum leik og úrslitakeppninni í smá stund og einbeita okkur að næsta leik, þetta hefur gengið mjög vel og þetta er orðið hluti af venjunni hjá okkur að taka tvo leiki í viku,“ sagði Vignir. Guðmundur Helgi: Blaðran sprakk strax í byrjunGuðmundur Helgi á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernir„Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það var mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Guðlaugur: Þegar við erum í þessum takti er erfitt að eiga við okkurVörn Vals var þétt fyrir í kvöld.vísir/ernir„Við byrjuðum af krafti í leiknum, sérstaklega varnarlega og það reyndist okkur gríðarlega mikilvægt að lokum þar sem það setti tóninn,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, sáttur að leikslokum. Það tók Fram tíu mínútur að skora fyrsta markið sitt en Hlynur Morthens hafði það nokkuð náðugt í markinu framan af. „Vörnin stóð vaktina sína vel, við vorum að brjóta á þeim á hárréttum tíma og þeir voru ekki að ná skotunum í gegn. Þegar við erum í þessum takti þá er afskaplega erfitt að eiga við okkur,“ sagði Guðlaugur og hélt áfram: „Við erum með vel hreyfanlega og ágenga vörn og hún nýttist okkur vel en svo gleymum við okkur í smá og þeir minnka þetta í þrjú mörk á stuttum tíma. Það þarf alltaf að halda einbeitingu.“ Valsmenn gátu aðeins dreift álaginu undir lokin en sigurinn var í höfn þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það var jákvætt að það fengu allir að spila eitthvað í leiknum og það kom framlag frá öllum. Við höfum reynt að dreifa álaginu og það verða allir að skila sínu til að við spilum vel.“ Guðlaugur var brattur þótt að stutt væri í næsta leik Vals. „Núna er það bara skipt um kubb í hausnum, hætta að hugsa um úrslitakeppnina og einblína á Rúmenana.“23-31 (Leik lokið): Átta marka sigur Valsmanna staðreynd, þetta var ofboðslega auðvelt fyrir þá í kvöld og sendu þeir sterk skilaboð til Framara með þessari frammistöðu.21-29 (57. mínútur): Aðeins formsatriði að klára þessar síðustu mínútur.20-27 (55. mínúta): Arnar Birkir með hamar sem Sigurður sér sient en Valsmenn svara með línusendingu á Atla Má. Í næstu sókn bætir Sveinn við og gengur langt með að klára leikinn.19-25 (53. mínúta): Skotið Valsmanna fer af stönginni og beint í hendur Sveins sem kemur inn úr horninu og bætir við. Hann er ósáttur að fá ekki tvær mínútur á Matthías fyrir svipað brot og hann fékk tvær mínútur fyrir áðan en hann getur ekki gert annað en að brosa á leiðinni í vörnina.18-24 (50. mínútur): Framarar reyna að færa varnarleikinn framar, fara í 5-1 vörn þar sem Anton er klipptur út við miðjuna en Valsmenn leysa það eins og flest annað í kvöld.17-23 (48. mínútur): Guðjón Andri kemur inn úr horninu en er nær því að rota ljósmyndara en að setja boltann framhjá Hlyni. Valsmenn tveimur mönnum færri í mínútu en ná samt að bæta við forskotið.17-22 (47. mínútur): Markvörður Vals, Sigurður Ingiberg, fær tvær mínútur. Hann er að hlaupa aftur í marki og fellir manninn sem átti að fá sendinguna, hann er afar ósáttur en var óheppinn og fær réttilega tvær. Andri fer á línuna en Hlynur tekur skotið.17-22 (46. mínúta): Byrjar ágætlega fyrir Fram, víti og tvær mínútur á Svein Aron og Andri minnkar muninn í fimm mörk.16-22 (45. mínúta): Fram tekur annað leikhlé sitt, munurinn er sex mörk þegar seinni hálfleikur er að verða hálfnaður. Þeir verða að finna annan gír í sóknarleiknum ef þeir ætla ekki að tapa fyrsta leiknum hér á heimavelli.16-22 (44. mínúta): Boltinn dettur einfaldlega alltaf fyrir Valsmenn á hárréttum stundum, þeir eru búnir að fá allt of mörg fráköst þegar Viktor tekur skot í markinu. Núna breytist slakt skot yfir í auðvelt mark úr horninu.15-21 (40. mínúta): Enn eitt skiptið sem löng sókn Valsmanna endar með að einhver gleymir manninum inn á línunni og Sveinn fær auðvelt mark.15-20 (39. mínútur): Fínn varnarleikur undanfarnar mínútur hjá báðum liðum en Fram verður að fara að setja í gírinn.15-20 (36. mínútur): Þorsteinn Gauti með gott hraðaupphlaupsmark eftir að hafa unnið boltann og er Ýmir hreinilega stálheppinn að fá ekki tvær mínútur ofan á það. Ýtti aðeins við Þorsteini á leiðinni inn í skotið er hann var kominn í loftið.13-20 (34. mínútur): Alexander Örn fær að hlaupa í gegnum miðja vörn Framara úr skyttustöðunni óáreittur og kemur þessu upp í sjö mörk á nýjan leik.13-19 (33. mínútur): Aftur eru Framarar að grafa sína eigin gröf í upphafi hálfleiks, tapa boltanum þrjár sóknir í röð og gefa Valsmönnum auk þess tvö auðveld mörk.12-16 (31. mínúta): Við erum farin af stað í seinni hálfleik í troðfullri Safamýri. Valsmenn byrja vel, Sveinn Aron með gott gegnumbrot og kemur þessu í fjögur mörk á ný.12-15 (Hálfleikur): Stórfurðulegum fyrri hálfleik lokið, framan af voru Framarar í engum takti sóknarlega og hjálpuðu sér ekki með að missa boltann trekk í trekk. Varnarleikur liðsins og mikilvægir boltar hjá Viktori í markinu halda þeim þó inn í leiknum, Valsmenn voru í bölvuðum vandræðum seinustu tíu mínúturnar í sóknarleiknum. 11-14 (30. mínútur): Anton með geggjaða gabbhreyfingu og kemur þessu í þrjú mörk á ný, skyldi Arnar eftir í sporinu.11-13 (28. mínútur): Tapaður bolti hjá Val og Andri Þór skorar með engan í markinu! Strax í næstu sókn minnkar Arnar Birkir muninn niður í tvö mörk. Þvílíkar sviptingar, nú er allur byrinn í seglum Framara en Valsmenn líta út fyrir að vera ráðalausir.9-13 (25. mínúta): Orri nær að svara fyrir Val þegar boltinn hrekkur í hendur hans á línunni en Fram svarar um hæl og minnkar þetta í fjögur mörk.7-12 (22. mínúta): Óskar Bjarni tekur leikhlé eftir tvö mörk frá Fram í röð, það er einhver smá stemming að myndast hjá Fram og hann vill eflaust reyna að drepa það í fæðingu.5-12 (19. mínúta): Held að þetta sé í sjötta sinn sem Framarar bókstaflega missa boltann úr höndum sér. Þorsteinn Gauti fær auða flugbraut í gegnum vörnina en missir boltann og Valsmenn koma boltanum í autt netið í staðin.4-10 (17. mínúta): Annað skiptið sem Fram er manni fleiri og Matthías jafnar metin með því að krækja í tvær. Ýtir við Ými á miðjunni, gjörsamlega glórulaust brot þar sem ekkert var í gangi.3-10 (16. mínúta): Enn einn tapaður bolti hjá Fram og Valsarar keyra í bakið á þeim.2-8 (15. mínúta): Valsmenn að kála þessum leik strax í byrjun, Fram tapar boltanum með engan í markinu og Vignir setur boltann í autt netið.1-6 (13. mínúta): Vignir bætir við af línunni eftir að það voru dæmdar tvær á Matthías hjá Fram.1-5 (11. mínúta): Tvær mínútur dæmdar á Alexander Örn, getur þetta hleypt heimamönnum aftur inn í leikinn?1-4 (10. mínúta): Loksins svarar Fram eftir tæplega níu og hálfa mínútu. Góð sending inn á línuna þar sem Valdimar snýr og skorar framhjá Hlyni.0-4 (9. mínúta): Ýmir með konfekt-sendingu á bróðir sinn, Orra á línunni en Viktor ver. Boltinn fer beint í hendur Valsmanna sem bæta við og Fram tekur leikhlé. Held að Hlynur í marki Vals sé með einn varinn bolta eftir níu mínútur. Ekki sjón að sjá sóknarleikinn hjá Fram.0-3 (8. mínútur): Einbeitingarleysi í varnarleiknum hjá Fram og enginn eltir Vigni í hraðaupphlaupinu.0-1 (6. mínútur): Fer hægt af stað í sóknarleiknum, bæði lið að spila langar sóknir að bíða eftir glufum á varnarleiknum en með litlum árangri.0-1 (3. mínúta): Vörnin hjá Valsmönnum byrjar leikinn vel, þvinga heimamenn í erfitt skot og tapaðan bolta í næstu sókn. Anton búinn að brjóta ísinn og koma gestunum yfir.0-0 (1. mínúta): Fram hefur leikinn og heldur í sókn. Valsarar byrja með 5-1 vörn með Ými framarlega og Ólafur Ægir er óhræddur við að keyra út úr vörninni á skyttuna.Fyrir leik: Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, er auðvitað á kunnugum slóðum en hann stýrði liði Fram hér á árum áður.Fyrir leik: Það er vonandi að við fáum stemmingu hér í kvöld, stúkan er að fyllast beint á móti blaðamannastúkunni og það er byrjað að hleypa inn hinumegin.Fyrir leik: Valsmenn áttu ekki góðu gengi að fagna hér í Safamýrinni í deildarkeppninni í vetur en Fram vann báða leiki liðanna hér, sjö marka sigur í desember og tveggja marka sigur fyrir mánuði síðan.Fyrir leik: Það verður næg hvíld fyrir Framara á milli leikja en vegna þátttöku Valsara í Evrópukeppninni fær Fram vikuhvíld til að undirbúa leik tvö.Fyrir leik: Valsmenn fengu stóran skell í fyrsta leiknum út í Eyjum en svöruðu með tveimur sigrum í röð gegn liðinu sem flestir áttu von á að færu alla leið í vetur.Fyrir leik: Dramatíkin var minni en þó heilmikil þegar Valsmenn komust í undanúrslitin með naumum eins marka sigri í Vestmannaeyjum 27-26 gegn ÍBV.Fyrir leik: Gegn Haukum þurfti að grípa til vítakastkeppni í oddaleiknum hjá Fram og þar var ungstirnið Viktor Gísli Hallgrímsson hetja Framara, aðeins sextán ára gamall. Var hann hetja liðsins í báðum leikjunum á Ásvöllum en eini tapleikurinn kom hér í Safamýrinni.Fyrir leik: Framarar komu á óvart er þeir slógu út ríkjandi Íslandsmeistarana í Haukum í átta liða úrslitum en eiga þeir annan ás upp í erminni?Fyrir leik: Það er úrslitakeppnisfnykur í loftinu, vor og grillaðir hamborgarar fyrir framan húsið. Ef maðurinn á grillinu er að lesa þetta myndu 2-3 borgarar ekki drepa neinn hérna í blaðamannastúkunni.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leik Fram og Vals í undanúrslitum Olís-deildar karla en leikið er á heimavelli Fram í Safamýrinni. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. Með góðri vörn náði Valsliðið snemma forskotinu en það tók Framara tíu mínútur að skora fyrsta mark sitt. Góð vörn heimamanna hélt þeim inn í leiknum framan af en þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn kominn í sjö mörk, 3-10, Valsmönnum í vil. Heimamenn áttu í mestu vandræðum í sóknarleiknum þar sem boltinn tapaðist trekk í trekk. Um var að ræða einfald mistök þar sem leikmenn Fram virtust oft eiga í erfiðleikum með að ná almennilegu gripi á boltanum. Framarar vöknuðu aðeins til lífsins á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og fóru að saxa á forskotið en það kom helst með almennilegum varnarleik og þegar eitthvað flæði komst í sóknarleikinn. Náðu þeir að koma muninum niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en Valsmenn tóku þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, staðan 15-12, Valsmönnum í vil. Það sama var upp á teningunum í upphafi seinni hálfleiks, Valsmenn keyrðu hraðaupphlaupin í bakið á Fram og náðu strax að ná góðu forskoti sem Framarar héldu áfram að eltast við allan leikinn. Einbeitingarleysi í vörn Fram þýddi að Valsmenn voru að fá allt of auðveld mörk, mörg þeirra þegar sóknir Vals virtust vera að fjara út en óvænt línusending eða frákast gaf Valsmönnum þessi auka mörk. Þegast mest var fór munurinn upp í átta mörk í seinni hálfleik og voru lokamínúturnar því aðeins formsatriði fyrir Valsmenn sem fögnuðu að lokum öruggum sigri. Léttir fyrir Valsmenn sem gátu dreift álaginu fyrir erfiðan Evrópuleik á laugardaginn. Valsmenn leiða því í einvíginu 1-0 fyrir næsta leik liðanna sem fer fram að viku liðinni á heimavelli Vals í Vodafone-höllinni en Framarar fá nægan tíma til að fara yfir leikinn og það fjölmarga sem betur má fara. Vignir. Þurfum að vera á bensíngjöfinni allan leikinnVignir átti afar góðan leik.vísir/ernir„Þetta var góður sigur og það má alveg segja að við séum að senda skilaboð en lokatölurnar segja ekki alveg hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Vignir Stefánsson, leikmaður Vals, aðspurður hvort Valsmenn hafi ætlað að senda skilaboð í kvöld. „Þetta var hörku leikur og við þurftum virkilega að hafa fyrir sigrinum, við vitum að Fram getur alltaf bitið frá sér og við vorum alltaf klárir fyrir öll áhlaup þeirra. Við vorum búnir að kortleggja þá vel fyrir leikinn.“ Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og héldu heimamönnum í einu marki fyrstu tíu mínúturnar. „Við vildum reyna að setja tóninn strax í byrjun með sterkri vörn og góðum sóknarleik og okkur tókst það vel. Svo fáum við hraðaupphlaupsmörk sem byrja í varnarleiknum og strákarnir voru frábærir þarna í miðjunni. Ég naut góðs að því.“ Fyrir utan stuttan kafla undir lok fyrri hálfleiks virtust sigur Valsmanna aldrei í hættu. „Við slökuðum aðeins á um miðjan fyrri hálfleikinn og þeir fara að bíta frá sér. Við höfum marg oft talað um það að við megum ekki slaka á og við þurfum að vera á bensíngjöfinni allan leikinn.“ Framundan er þétt dagskrá hjá Val en Vignir segist ekki kvarta. „Við þurfum að gleyma þessum leik og úrslitakeppninni í smá stund og einbeita okkur að næsta leik, þetta hefur gengið mjög vel og þetta er orðið hluti af venjunni hjá okkur að taka tvo leiki í viku,“ sagði Vignir. Guðmundur Helgi: Blaðran sprakk strax í byrjunGuðmundur Helgi á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernir„Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það var mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Guðlaugur: Þegar við erum í þessum takti er erfitt að eiga við okkurVörn Vals var þétt fyrir í kvöld.vísir/ernir„Við byrjuðum af krafti í leiknum, sérstaklega varnarlega og það reyndist okkur gríðarlega mikilvægt að lokum þar sem það setti tóninn,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, sáttur að leikslokum. Það tók Fram tíu mínútur að skora fyrsta markið sitt en Hlynur Morthens hafði það nokkuð náðugt í markinu framan af. „Vörnin stóð vaktina sína vel, við vorum að brjóta á þeim á hárréttum tíma og þeir voru ekki að ná skotunum í gegn. Þegar við erum í þessum takti þá er afskaplega erfitt að eiga við okkur,“ sagði Guðlaugur og hélt áfram: „Við erum með vel hreyfanlega og ágenga vörn og hún nýttist okkur vel en svo gleymum við okkur í smá og þeir minnka þetta í þrjú mörk á stuttum tíma. Það þarf alltaf að halda einbeitingu.“ Valsmenn gátu aðeins dreift álaginu undir lokin en sigurinn var í höfn þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það var jákvætt að það fengu allir að spila eitthvað í leiknum og það kom framlag frá öllum. Við höfum reynt að dreifa álaginu og það verða allir að skila sínu til að við spilum vel.“ Guðlaugur var brattur þótt að stutt væri í næsta leik Vals. „Núna er það bara skipt um kubb í hausnum, hætta að hugsa um úrslitakeppnina og einblína á Rúmenana.“23-31 (Leik lokið): Átta marka sigur Valsmanna staðreynd, þetta var ofboðslega auðvelt fyrir þá í kvöld og sendu þeir sterk skilaboð til Framara með þessari frammistöðu.21-29 (57. mínútur): Aðeins formsatriði að klára þessar síðustu mínútur.20-27 (55. mínúta): Arnar Birkir með hamar sem Sigurður sér sient en Valsmenn svara með línusendingu á Atla Má. Í næstu sókn bætir Sveinn við og gengur langt með að klára leikinn.19-25 (53. mínúta): Skotið Valsmanna fer af stönginni og beint í hendur Sveins sem kemur inn úr horninu og bætir við. Hann er ósáttur að fá ekki tvær mínútur á Matthías fyrir svipað brot og hann fékk tvær mínútur fyrir áðan en hann getur ekki gert annað en að brosa á leiðinni í vörnina.18-24 (50. mínútur): Framarar reyna að færa varnarleikinn framar, fara í 5-1 vörn þar sem Anton er klipptur út við miðjuna en Valsmenn leysa það eins og flest annað í kvöld.17-23 (48. mínútur): Guðjón Andri kemur inn úr horninu en er nær því að rota ljósmyndara en að setja boltann framhjá Hlyni. Valsmenn tveimur mönnum færri í mínútu en ná samt að bæta við forskotið.17-22 (47. mínútur): Markvörður Vals, Sigurður Ingiberg, fær tvær mínútur. Hann er að hlaupa aftur í marki og fellir manninn sem átti að fá sendinguna, hann er afar ósáttur en var óheppinn og fær réttilega tvær. Andri fer á línuna en Hlynur tekur skotið.17-22 (46. mínúta): Byrjar ágætlega fyrir Fram, víti og tvær mínútur á Svein Aron og Andri minnkar muninn í fimm mörk.16-22 (45. mínúta): Fram tekur annað leikhlé sitt, munurinn er sex mörk þegar seinni hálfleikur er að verða hálfnaður. Þeir verða að finna annan gír í sóknarleiknum ef þeir ætla ekki að tapa fyrsta leiknum hér á heimavelli.16-22 (44. mínúta): Boltinn dettur einfaldlega alltaf fyrir Valsmenn á hárréttum stundum, þeir eru búnir að fá allt of mörg fráköst þegar Viktor tekur skot í markinu. Núna breytist slakt skot yfir í auðvelt mark úr horninu.15-21 (40. mínúta): Enn eitt skiptið sem löng sókn Valsmanna endar með að einhver gleymir manninum inn á línunni og Sveinn fær auðvelt mark.15-20 (39. mínútur): Fínn varnarleikur undanfarnar mínútur hjá báðum liðum en Fram verður að fara að setja í gírinn.15-20 (36. mínútur): Þorsteinn Gauti með gott hraðaupphlaupsmark eftir að hafa unnið boltann og er Ýmir hreinilega stálheppinn að fá ekki tvær mínútur ofan á það. Ýtti aðeins við Þorsteini á leiðinni inn í skotið er hann var kominn í loftið.13-20 (34. mínútur): Alexander Örn fær að hlaupa í gegnum miðja vörn Framara úr skyttustöðunni óáreittur og kemur þessu upp í sjö mörk á nýjan leik.13-19 (33. mínútur): Aftur eru Framarar að grafa sína eigin gröf í upphafi hálfleiks, tapa boltanum þrjár sóknir í röð og gefa Valsmönnum auk þess tvö auðveld mörk.12-16 (31. mínúta): Við erum farin af stað í seinni hálfleik í troðfullri Safamýri. Valsmenn byrja vel, Sveinn Aron með gott gegnumbrot og kemur þessu í fjögur mörk á ný.12-15 (Hálfleikur): Stórfurðulegum fyrri hálfleik lokið, framan af voru Framarar í engum takti sóknarlega og hjálpuðu sér ekki með að missa boltann trekk í trekk. Varnarleikur liðsins og mikilvægir boltar hjá Viktori í markinu halda þeim þó inn í leiknum, Valsmenn voru í bölvuðum vandræðum seinustu tíu mínúturnar í sóknarleiknum. 11-14 (30. mínútur): Anton með geggjaða gabbhreyfingu og kemur þessu í þrjú mörk á ný, skyldi Arnar eftir í sporinu.11-13 (28. mínútur): Tapaður bolti hjá Val og Andri Þór skorar með engan í markinu! Strax í næstu sókn minnkar Arnar Birkir muninn niður í tvö mörk. Þvílíkar sviptingar, nú er allur byrinn í seglum Framara en Valsmenn líta út fyrir að vera ráðalausir.9-13 (25. mínúta): Orri nær að svara fyrir Val þegar boltinn hrekkur í hendur hans á línunni en Fram svarar um hæl og minnkar þetta í fjögur mörk.7-12 (22. mínúta): Óskar Bjarni tekur leikhlé eftir tvö mörk frá Fram í röð, það er einhver smá stemming að myndast hjá Fram og hann vill eflaust reyna að drepa það í fæðingu.5-12 (19. mínúta): Held að þetta sé í sjötta sinn sem Framarar bókstaflega missa boltann úr höndum sér. Þorsteinn Gauti fær auða flugbraut í gegnum vörnina en missir boltann og Valsmenn koma boltanum í autt netið í staðin.4-10 (17. mínúta): Annað skiptið sem Fram er manni fleiri og Matthías jafnar metin með því að krækja í tvær. Ýtir við Ými á miðjunni, gjörsamlega glórulaust brot þar sem ekkert var í gangi.3-10 (16. mínúta): Enn einn tapaður bolti hjá Fram og Valsarar keyra í bakið á þeim.2-8 (15. mínúta): Valsmenn að kála þessum leik strax í byrjun, Fram tapar boltanum með engan í markinu og Vignir setur boltann í autt netið.1-6 (13. mínúta): Vignir bætir við af línunni eftir að það voru dæmdar tvær á Matthías hjá Fram.1-5 (11. mínúta): Tvær mínútur dæmdar á Alexander Örn, getur þetta hleypt heimamönnum aftur inn í leikinn?1-4 (10. mínúta): Loksins svarar Fram eftir tæplega níu og hálfa mínútu. Góð sending inn á línuna þar sem Valdimar snýr og skorar framhjá Hlyni.0-4 (9. mínúta): Ýmir með konfekt-sendingu á bróðir sinn, Orra á línunni en Viktor ver. Boltinn fer beint í hendur Valsmanna sem bæta við og Fram tekur leikhlé. Held að Hlynur í marki Vals sé með einn varinn bolta eftir níu mínútur. Ekki sjón að sjá sóknarleikinn hjá Fram.0-3 (8. mínútur): Einbeitingarleysi í varnarleiknum hjá Fram og enginn eltir Vigni í hraðaupphlaupinu.0-1 (6. mínútur): Fer hægt af stað í sóknarleiknum, bæði lið að spila langar sóknir að bíða eftir glufum á varnarleiknum en með litlum árangri.0-1 (3. mínúta): Vörnin hjá Valsmönnum byrjar leikinn vel, þvinga heimamenn í erfitt skot og tapaðan bolta í næstu sókn. Anton búinn að brjóta ísinn og koma gestunum yfir.0-0 (1. mínúta): Fram hefur leikinn og heldur í sókn. Valsarar byrja með 5-1 vörn með Ými framarlega og Ólafur Ægir er óhræddur við að keyra út úr vörninni á skyttuna.Fyrir leik: Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, er auðvitað á kunnugum slóðum en hann stýrði liði Fram hér á árum áður.Fyrir leik: Það er vonandi að við fáum stemmingu hér í kvöld, stúkan er að fyllast beint á móti blaðamannastúkunni og það er byrjað að hleypa inn hinumegin.Fyrir leik: Valsmenn áttu ekki góðu gengi að fagna hér í Safamýrinni í deildarkeppninni í vetur en Fram vann báða leiki liðanna hér, sjö marka sigur í desember og tveggja marka sigur fyrir mánuði síðan.Fyrir leik: Það verður næg hvíld fyrir Framara á milli leikja en vegna þátttöku Valsara í Evrópukeppninni fær Fram vikuhvíld til að undirbúa leik tvö.Fyrir leik: Valsmenn fengu stóran skell í fyrsta leiknum út í Eyjum en svöruðu með tveimur sigrum í röð gegn liðinu sem flestir áttu von á að færu alla leið í vetur.Fyrir leik: Dramatíkin var minni en þó heilmikil þegar Valsmenn komust í undanúrslitin með naumum eins marka sigri í Vestmannaeyjum 27-26 gegn ÍBV.Fyrir leik: Gegn Haukum þurfti að grípa til vítakastkeppni í oddaleiknum hjá Fram og þar var ungstirnið Viktor Gísli Hallgrímsson hetja Framara, aðeins sextán ára gamall. Var hann hetja liðsins í báðum leikjunum á Ásvöllum en eini tapleikurinn kom hér í Safamýrinni.Fyrir leik: Framarar komu á óvart er þeir slógu út ríkjandi Íslandsmeistarana í Haukum í átta liða úrslitum en eiga þeir annan ás upp í erminni?Fyrir leik: Það er úrslitakeppnisfnykur í loftinu, vor og grillaðir hamborgarar fyrir framan húsið. Ef maðurinn á grillinu er að lesa þetta myndu 2-3 borgarar ekki drepa neinn hérna í blaðamannastúkunni.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leik Fram og Vals í undanúrslitum Olís-deildar karla en leikið er á heimavelli Fram í Safamýrinni.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira