Körfubolti

Batt enda á 111 leikja sigurgöngu með ótrúlegri flautukörfu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morgan William skorar sigurkörfuna.
Morgan William skorar sigurkörfuna. vísir/getty
Þau undur og stórmerki gerðust í háskólaboltanum vestanhafs að kvennalið Connecticut tapaði leik eftir 111 sigra í röð.

Connecticut tapaði þá 66-64 frir Mississippi State þökk sé ótrúlegri flautukörfu Morgan William undir lok framlengingar. Þetta eru ein óvæntustu úrslit í sögu háskólaboltans í Bandaríkjunum.

„Ég lifi fyrir svona augnablik,“ sagði hetjan William eftir leikinn.

„Connecticut er með stórkostlegt lið og það var ótrúlegt fyrir mig að setja þetta skot niður á móti þessu liði. Ég er í sjokki núna. Ég vildi taka skotið og ég setti það ofan í.“

Connecticut tapaði síðast fyrir Stanford eftir framlengingu 17. nóvember 2014, eða fyrir 865 dögum síðan. Liðið var búið að vinna fjóra meistaratitla í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×