Ekki er kyn þó keraldið leki Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2017 10:04 Fyrir stuttu átti ég í samtali um kynjakvóta við tvo samnememendur mína, sem kváðust báðir vera femínistar. Pistill þessi gengur ekki út á að úthúða samnemendum mínum og skoðunum þeirra, en mér finnst viðhorf þeirra varpa ljósi á það sem heldur aftur af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur kynjakvóta því ég dæmi sjálfur ekki fólk út frá kyni“, útskýrði annar þeirra fyrir mér og hinn neminn tók undir með honum: „Já, ég vil ekki fá eitthvað starf bara af því að ég er kona.“ Báðar þessar röksemdarfærslur skutu mér skelk í bringu, því að mínu mati rangtúlka þær það sem kynjakvóti gengur út á. Fyrir það fyrsta er hættulegt að afsala sér sinni samfélagslegu ábyrgð með því að segjast ekki vera hluti af vandamálinu. Í öðru lagi er jafnréttisbarátta kynjanna ekki háð til þess að gera konum greiða. Kynjakvóti er ætlaður til þess að kynin standi jöfn að vígi. Mikilvægt er að fólk átti sig á að samfélagið mótar okkur, og að sama skapi, mótum við samfélagið. Því getur reynst nauðsynlegt að beita róttækum aðgerðum til að brjóta upp þau samfélagslegu viðhorf sem nú ríkja. Lengi vel hafa konur verið undirskipaðar körlum og ef við viljum koma á kynjajafnrétti verðum við að beita aðgerðum á borð við kynjakvóta. Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum. Stærra samhengið er það sem skiptir máli. Viljir þú að meiri jöfnuður og meira umburðarlyndi ríki í samfélaginu þarftu að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Okkur ber að skapa ný norm og viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Því þurfum við á kynjakvóta að halda. Hann er nauðsynlegur þar til við höfum normalíserað jöfnuð kynjanna í áhrifa-og valdastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég í samtali um kynjakvóta við tvo samnememendur mína, sem kváðust báðir vera femínistar. Pistill þessi gengur ekki út á að úthúða samnemendum mínum og skoðunum þeirra, en mér finnst viðhorf þeirra varpa ljósi á það sem heldur aftur af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur kynjakvóta því ég dæmi sjálfur ekki fólk út frá kyni“, útskýrði annar þeirra fyrir mér og hinn neminn tók undir með honum: „Já, ég vil ekki fá eitthvað starf bara af því að ég er kona.“ Báðar þessar röksemdarfærslur skutu mér skelk í bringu, því að mínu mati rangtúlka þær það sem kynjakvóti gengur út á. Fyrir það fyrsta er hættulegt að afsala sér sinni samfélagslegu ábyrgð með því að segjast ekki vera hluti af vandamálinu. Í öðru lagi er jafnréttisbarátta kynjanna ekki háð til þess að gera konum greiða. Kynjakvóti er ætlaður til þess að kynin standi jöfn að vígi. Mikilvægt er að fólk átti sig á að samfélagið mótar okkur, og að sama skapi, mótum við samfélagið. Því getur reynst nauðsynlegt að beita róttækum aðgerðum til að brjóta upp þau samfélagslegu viðhorf sem nú ríkja. Lengi vel hafa konur verið undirskipaðar körlum og ef við viljum koma á kynjajafnrétti verðum við að beita aðgerðum á borð við kynjakvóta. Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum. Stærra samhengið er það sem skiptir máli. Viljir þú að meiri jöfnuður og meira umburðarlyndi ríki í samfélaginu þarftu að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Okkur ber að skapa ný norm og viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Því þurfum við á kynjakvóta að halda. Hann er nauðsynlegur þar til við höfum normalíserað jöfnuð kynjanna í áhrifa-og valdastöðum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar