Rússíbanareið krónunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 20. mars 2017 11:30 Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira