Ósammála um hlutverk Kushner Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2017 08:09 Donald Trump og Jared Kushner. Vísir/GEttty Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesks ríkisbanka sem er innifalinn í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi, funduðu með tengdasyni og ráðgjafa Donald Trump í desember. Jared Kushner fundaði einnig með sendiherra Rússlands í sama mánuði. Bankinn og Hvíta húsið eru ósammála um hvers vegna Kushner var á fundinum. Kusnher, sem er giftur Ivönku Trump, hefur samþykkt að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar nú tengsl og mögulegt samráð framboðs Donald Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Ríkisbankinn Vnesheconombank ,segir að forsvarsmenn hans hafi fundað með fulltrúum fjármálamarkaða í Evrópu, Asíu og Ameríku í fyrra og að það hafi verið liður í undirbúningi fyrir nýja viðskipaáætlun, samkvæmt frétt Reuters. Fundað hafi verið með Kushner þar sem hann er yfirmaður Kushner Companiew, fjölskyldufyrirtækisins.Ekki sammála um á hvers vegum hann sótti fundinnCNN segir hins vegar að Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hafi sagt Kushner hafa farið á fundinn sem fulltrúi Trump. Þá segir í frétt CNN að fundurinn hafi verið á milli Kushner og Sergey Gorkov, formanns bankans, sem var skipaður í stöðu sína af Vladimir Putin, forseta Rússlands. Sérfræðingar sem CNN ræddi við segja þó ekkert óeðlilegt við það að forsvarsmenn banka sem séu undir þvingunum ræði við Bandaríska embættismenn. Þvingunum hefur verið beitt gegn bankanum vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, og tvær þingnefndir rannsaka Trump og framboð hans vegna meints samráð við yfirvöld í Rússlandi, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, Trump í vil.Margir til rannsóknar Margir af starfsmönnum Trump og framboðs hans eru til skoðunar vegna meintra tengsla við Rússa og þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, þurfti að segja af sér eftir að hafa logið til um fundi sína með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Trump tísti í nótt um málið og velti vöngum yfir því af hverju nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sem er ekki sama nefnd og Kushner mun fara fyrir, væri ekki að rannsaka Hillary Clinton og Rússland og sagði fregnir um meint tengsl hans og Rússa vera gabb. Meðal annars nefndi hann að Clinton hefði selt úraníum til Rússlands, eins og hann hefur margsinnis gert, en það er ekki rétt.Why isn't the House Intelligence Committee looking into the Bill & Hillary deal that allowed big Uranium to go to Russia, Russian speech....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017 ...money to Bill, the Hillary Russian "reset," praise of Russia by Hillary, or Podesta Russian Company. Trump Russia story is a hoax. #MAGA!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Sjá meira