Erlent

Þingnefnd hyggst yfirheyra tengdason Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Jared Kushner og Ivanka Trump.
Jared Kushner og Ivanka Trump. Vísir/AFP
Þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hyggst kalla Jared Kushner, tengdason og einn af nánustu ráðgjöfum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til yfirheyrslu vegna rannsóknar á mögulegum tengslum starfsmanna Trump og rússneskra stjórnvalda.

New York Times greinir frá þessu. Þar er haft eftir ónafngreindum embættismanni á Bandaríkjaþingi að þáttur Kushner verði til umfjöllunar.

Verður Kushner meðal annars spurður út í tvo fundi sem hann á að hafa átt með rússneska sendiherranum Sergei Kislyak í Trump Tower í New York í desember síðastliðinn.

Talsmaður Hvíta hússins segir að vitað sé að Kushner verði að öllum líkindum yfirheyrður. „Hann er ekki að reyna að hylja neitt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×