Körfubolti

Hetjan mætti í tíma klukkan átta á mánudagsmorgni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Maye fagnar sigurkörfu sinni og sæti í undanúrslitum bandaríska háskólakörfuboltans.
Luke Maye fagnar sigurkörfu sinni og sæti í undanúrslitum bandaríska háskólakörfuboltans. Vísir/Samsett/Getty
Hetja Norður-Karólínuháskólans er bara eins aðrir nemendur skólans sem þurfa að mæta í tíma eldsnemma á mánudagsmorgni.

Luke Maye tryggði körfuboltaliði University of North Carolina, UNC, sæti á úrslitahelgi NCAA þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Kentucky um leið og leiktíminn rann út.

Leikurinn fór fram í Memphis í Tennesse-fylki á sunnudaginn og við tók mikill fögnuður hjá Maye og liðsfélögum hans sem og mikil athygli frá allskonar fjölmiðlum enda bandaríski háskólakörfuboltinn gríðarlega vinsæll.

Það hefði einhver haldið að stjarna skólans hefði fengið frí til að sofa út og jafna sig eftir tvo leiki á þremur dögum ekki síst þar sem framundan eru úrslitaleikir strax um næstu helgi. Það var þó ekki svo.







Þrettán tímum seinna var umræddur Luke Maye hinsvegar mættur klukkan átta um morguninn í tíma í Norður-Karólínuháskólanum sem er á Chapel Hill.

Þegar samnemendur hans áttuðu sig á því að hetjan var mætt í tíma eldsnemma á mánudegi þá stöðu þau upp fyrir honum og klöppuðu.

Luke Maye skoraði 16 stig í sigri á Butler í sextán liða úrslitunum á föstudaginn og fylgdi því eftir með því að skora 17 stig og sigurkörfuna í átta liða úrslitunum. Hann hefur aldrei skorað meira í leik í háskólaboltanum.

Það er hægt að sjá myndband frá samnemanda Luke Maye hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×