Konur eru 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 19:00 Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Sjá meira
Krossbandaslit hafa verið tíð íslenskum afrekskonum að undanförnu. Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir, landsliðskonur í fótbolta, slitu báðar krossbönd í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Þá sleit handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir krossbönd í vináttulandsleik Íslands og Hollands á dögunum. En er konum hættara við krossbandaslitum en körlum? Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið. „Konur eru t.d. með öðruvísi byggða mjaðmagrind en karlar, þannig að álagið er annað á hnén. Það þarf að fókusa meira á konurnar, t.d. hvernig lendingatæknin þeirra er og hlaupaform yfir höfuð,“ sagði Guðjón Örn Ingólfsson, íþróttafræðingur og styrktarþjálfari, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er talað um að konur séu 4-8 sinnum líklegri til að slíta krossbönd en karlmenn, út af þessari blessuðu mjaðmauppbyggingu.“ Guðjón segir að þjálfun á þessu sviði sé ábótavant. „Það má segja það. Það verður einblína öðruvísi á þjálfunina og byrja fyrr að byggja þennan grunn. Það þarf að byrja að byggja grunninn strax þegar við erum að vaxa og byggja svo ofan á það þegar við eldumst. Þær eru líklegastar til að slíta krossbönd á aldrinum 15-25 ára,“ sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns er styrktarþjálfun afar mikilvæg en hún hjálpar til við að fyrirbyggja meiðsli. „Konur þurfa bara að lyfta. Þær eru með öðruvísi hormónakerfi en karlmenn og þurfa jafnvel að lyfta meira en þeir yfir keppnistímabilið,“ sagði Guðjón. „Það er hægt að koma í veg fyrir slatta af krossbandameiðslum bara með því að nota styrktarþjálfunina. Þú getur ekki komið í veg fyrir högg og eitthvað slitni en t.d. í hraðabreytingum og hoppum er klárlega hægt að koma í veg fyrir hin og þessi meiðsli.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Sjá meira