Körfubolti

Aðeins Stephen Curry toppar Jón Axel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínt tímabil hjá þessum sterka leikmanni.
Fínt tímabil hjá þessum sterka leikmanni. vísir/getty
Davidson er úr leik í Atlantic 10 riðlinum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum eftir tap, 84-60, gegn Rhode Island í gær.

Jón Axel Guðmundsson skoraði níu stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum en Jón hefur verið flottur á tímabilinu og hefur hann tryggt sér sæti í byrjunarliðinu á sínu fyrsta ári. Það geri ekki margir, nema aðeins þeir bestu eins og faðir hans segir frá á Facebook.

„Frábær A10 Championship helgi að baki hér í Pittsburgh, þó lokaleikur Davidson hafi verið erfiður móti feiknasterku liði Rhode Island,“ segir Guðmundur Bragason í stöðufærslu á Facebook.

„Einstaklega gaman að sjá hve mikið traust Jón Axel hefur hjá þjálfarateyminu, byrjunarliðsmaður strax í fyrsta leik og mikilvægur hlekkur í varnar og sóknarleik liðsins. Aðeins einn leikmaður í Davidson hefur spilað fleiri mínútur en Jón Axel á sínu fyrsta ári og hann heitir Stephen Curry.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×