Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 15:26 Deilur hafa staðið yfir í fjölskyldu Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Héraðsdómur hafði fallist á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var dómi héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ekki ráðið að nokkuð annað liggi fyrir en orðrómur um að Ingvar Helgason hafi átt bankareikninga erlendis þegar hann andaðist á árinu 1999. Þannig virðist ekkert hafa verið upplýst um í hvaða löndum eða bönkum slíkir reikningar gætu hafa verið eða um innstæður á þeim. Þar segir jafnframt að samkvæmt fundargerðum frá áðurnefndum skiptafundum gerði enginn erfingi kröfu um að skiptastjóri gripi til aðgerða til að kanna þetta frekar. Því hafi skiptastjóri haft engin efni til þess að taka „af sjálfsdáðum ákvörðun um að ráðast á kostnað dánarbúsins í umfangsmikla rannsókn“ sem óljóst sé að skilað gæti árangri. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 7. febrúar 2017 15:15 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Héraðsdómur hafði fallist á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var dómi héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ekki ráðið að nokkuð annað liggi fyrir en orðrómur um að Ingvar Helgason hafi átt bankareikninga erlendis þegar hann andaðist á árinu 1999. Þannig virðist ekkert hafa verið upplýst um í hvaða löndum eða bönkum slíkir reikningar gætu hafa verið eða um innstæður á þeim. Þar segir jafnframt að samkvæmt fundargerðum frá áðurnefndum skiptafundum gerði enginn erfingi kröfu um að skiptastjóri gripi til aðgerða til að kanna þetta frekar. Því hafi skiptastjóri haft engin efni til þess að taka „af sjálfsdáðum ákvörðun um að ráðast á kostnað dánarbúsins í umfangsmikla rannsókn“ sem óljóst sé að skilað gæti árangri. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 7. febrúar 2017 15:15 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 7. febrúar 2017 15:15
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57