Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 15:15 Július Vífill Ingvarsson hefur alfarið hafnað ásökunum í erfðamálinu. Vísir/Vilhelm Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37
Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02