Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:49 Kjararáð hækkaði laun þingmanna í október í fyrra en fyrir stuttu lækkaði forsætisnefnd starfstengdar greiðslur þingmanna. vísir/Anton Brink Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent