Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun