Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega litríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipulagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypusíló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliðaárósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast þar.5000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deiliskipulag fyrir rúmlega 5000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á byggingarsvæðum með 2577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipulagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipulag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í marsbyrjun 2017 er húsnæðissamvinnufélagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfðatorgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsisreitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vesturbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisútvarpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum.Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjölbreytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingarsvæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagnaðardrifin, svo sem Búseta, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyrirheit um öryggi og skjól. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun