Ég ligg ekki bara í sólbaði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2017 06:30 Elvar er hér í búningi Barry þar sem hann hefur farið á kostum. Vísir7Getty „Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“ EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira