Hættu að afsaka þig Kona! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 3. mars 2017 12:06 Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja!
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun