Ráðherra lofar Vestfirðingum Teigsskógi og Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2017 21:00 Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óhætt er að segja að mörgum hafi brugðið að heyra í gærkvöldi um tíu milljarða króna niðurskurð samgönguáætlunar. Sterkust eru viðbrögðin frá íbúum svæða sem búa við þjóðvegi eins og þann um Ódrjúgsháls á Vestfjarðavegi. Þannig segir starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar í viðtali á Vísi að þar sé fólk gríðarlega reitt.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vísað er til þeirrar ákvörðunar að skera niður 1.200 milljónir króna, sem áttu að marka upphaf þess að Vestfjarðavegur flyttist af Ódrjúgshálsi yfir í hinn umdeilda Teigsskóg. „Teigsskógarverkefnið er svona í frágangi eða undirbúningi og við gerum ráð fyrir því að um leið og þau mál leysast þá verði farið af stað þar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Svo vill til að stór áfangi náðist í vikunni í skipulagsferlinu þegar Vegagerðin lagði formlega fram matsskýrslu og hefur Skipulagsstofnun nú fjórar vikur til að gefa álit sitt. Ákvörðun um framkvæmdaleyfi fer síðan á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps og eru vegagerðamenn að vonast til að leyfið fáist í sumar.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.Vísir/Daníel„Ég á ekki von á því að það verði byrjað af einhverjum krafti á þessu ári. En um leið og niðurstaða fæst í það mál munum við reyna að fara af stað þar. Það hafa verið áform um það,“ segir Jón. En það voru einnig skornar 400 milljónir króna af vegagerð um Dynjandisheiði sem talin er forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist sem skildi. „Það er alveg rétt. Hún þarf að byggjast upp svona samhliða eða í kjölfarið á Dýrafjarðargöngum, hvort sem það verður með göngum efst í þeirri heiði eða hvort það verður uppbyggður vegur. Og ég geri ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við það á framkvæmdatíma Dýrafjarðarganga,“ segir ráðherra samgöngumála.Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Samgönguráðherra lofar Vestfirðingum því, þrátt fyrir niðurskurð, að uppbygging vegarins um Dynjandisheiði muni fylgja Dýrafjarðargöngum og að vegagerð um Teigsskóg hefjist um leið og skipulagsmál þar leysist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Óhætt er að segja að mörgum hafi brugðið að heyra í gærkvöldi um tíu milljarða króna niðurskurð samgönguáætlunar. Sterkust eru viðbrögðin frá íbúum svæða sem búa við þjóðvegi eins og þann um Ódrjúgsháls á Vestfjarðavegi. Þannig segir starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar í viðtali á Vísi að þar sé fólk gríðarlega reitt.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vísað er til þeirrar ákvörðunar að skera niður 1.200 milljónir króna, sem áttu að marka upphaf þess að Vestfjarðavegur flyttist af Ódrjúgshálsi yfir í hinn umdeilda Teigsskóg. „Teigsskógarverkefnið er svona í frágangi eða undirbúningi og við gerum ráð fyrir því að um leið og þau mál leysast þá verði farið af stað þar,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Svo vill til að stór áfangi náðist í vikunni í skipulagsferlinu þegar Vegagerðin lagði formlega fram matsskýrslu og hefur Skipulagsstofnun nú fjórar vikur til að gefa álit sitt. Ákvörðun um framkvæmdaleyfi fer síðan á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps og eru vegagerðamenn að vonast til að leyfið fáist í sumar.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skoðuðu Teigsskóg fyrir fjórum árum.Vísir/Daníel„Ég á ekki von á því að það verði byrjað af einhverjum krafti á þessu ári. En um leið og niðurstaða fæst í það mál munum við reyna að fara af stað þar. Það hafa verið áform um það,“ segir Jón. En það voru einnig skornar 400 milljónir króna af vegagerð um Dynjandisheiði sem talin er forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist sem skildi. „Það er alveg rétt. Hún þarf að byggjast upp svona samhliða eða í kjölfarið á Dýrafjarðargöngum, hvort sem það verður með göngum efst í þeirri heiði eða hvort það verður uppbyggður vegur. Og ég geri ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við það á framkvæmdatíma Dýrafjarðarganga,“ segir ráðherra samgöngumála.Horft af Dynjandisheiði niður í Arnarfjörð. Dynjandisvogur er næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Ætla að loka hringveginum í Berufirði til að mótmæla frestun framkvæmda: "Það er bara komið nóg af þessu kjaftæði“ 3. mars 2017 16:57
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45
Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir forskastanlegt að hætta eigi við samgönguúrbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. 3. mars 2017 15:30