Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2017 15:04 Birgitta Jónsdóttir og Sigríður Á. Andersen. Vísir/Stefán/Eyþór Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga. Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga.
Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira