Viðar Ari: Gústi þjálfari er goðsögn þarna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 19:15 Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir Brann í Noregi. Viðar, sem verður 23 ára á föstudaginn, var í lykilhlutverki hjá Fjölni í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Viðar skrifaði undir þriggja ára samning við Brann sem endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið draumur. Þetta er stór klúbbur og stórt tækifæri þannig maður lætur þetta ekki framhjá sér fara,“ sagði Viðar í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að félagaskiptin hafi ekki átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist frekar skjótt. Ég heyrði í umboðsmanninum og þetta kom á borðið. Við ákváðum að stökkva á þetta. Það var virkilega gott að geta farið út og sannað sig á fáum dögum og krækt í samning,“ sagði Viðar og bætti því við Fjölnir hefði ekki staðið í vegi fyrir því að hann færi upplifði drauminn um að spila sem atvinnumaður. „Þeir voru mjög almennilegir. Þetta var draumurinn og það voru allir mjög meðvitaðir um það.“ Viðar lék sína fyrstu A-landsleiki fyrr á þessu ári. Hann vonast til að fá fleiri tækifæri í bláu treyjunni og segir að vistaskiptin til Brann ættu að hjálpa til í þeim efnum. „Það er á hreinu. Markmiðið er að halda sér í þeim hóp og þetta skref ætti að ýta enn frekar undir það,“ sagði Viðar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Brann í gegnum tíðina, m.a. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Gústi þjálfari er einhver goðsögn þarna og maður er búinn að fá nóg af ábendingum,“ sagði Viðar sem fer með Brann í æfingaferð til La Manga á næstu dögum. Hann kemur aftur svo heim áður en hann fer út til Bergen í kringum 20. mars. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Viðar Ari seldur til Brann Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann. 6. mars 2017 17:16