Krefjast þess að dómari verði sviptur embætti eftir umdeild ummæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 23:05 Mynd úr safni. vísir/getty Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira