Samgönguráðherra segir slys á Reykjanesbraut kalla á tafarlausar aðgerðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. mars 2017 23:24 Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira