Ríkisfjármálastefnan tekur ekki á vandanum – vantar tugi milljarða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Samgönguáætlun er sögð vera vanfjármögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vegakerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigðis- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkisfjármálastefnuna óbreytta.Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og millitekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármálaráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar innviða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Samgönguáætlun er sögð vera vanfjármögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vegakerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigðis- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkisfjármálastefnuna óbreytta.Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og millitekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármálaráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar innviða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun