Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2017 05:45 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra mun leggja frumvarpið fram. Það er nú í smíðum í velferðarráðuneytinu. vísir/ernir Ráðgert er að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á Alþingi í mars. Frumvarpið mun ná til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri. Enn er verið að móta útfærslu frumvarpsins i ráðuneytinu. Á meðal þess sem er til skoðunar í þessari vinnu eru mismunandi útfærslur eftir stærð vinnustaða og sömuleiðis mismunandi gildistíma. Kveðið er á um jafnlaunavottun i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Anna Kristín Kristjánsdóttir, meðeigandi i Hvíta húsinu.Sú ákvörðun að knýja fyrirtækin til að taka upp slíka jafnlaunavottun hafa vakið blendin viðbrögð í atvinnulífinu. „Við erum sannfærð um að þetta sé til góðs. Það græða flestir sem fara í jafnlaunavottun á henni. En það er nú eiginlega bara frumskilyrði að menn geri það að eigin frumkvæði og af því að þeir sjá hag í því,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur nýlega tekið upp jafnlaunavottun. Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í fyrirtækinu og einn eigenda, segir að kostnaður fyrirtækis við að taka upp slíka vottun sé 2 milljónir króna hið minnsta. „Það eru örfá fyrirtæki af þessari stærðargráðu með mannauðsstjóra. Og sú ákvörðun að fara í svona verkefni með engan mannauðsstjóra er áskorun i sjálfu sér,“ segir hún. Verkefnið tók um það bil ár hjá Hvíta húsinu. Anna segir nauðsynlegt að það sé hvetjandi en ekki íþyngjandi að taka upp slíka jafnlaunavottun. „Í okkar tilfelli var þetta sannarlega hvetjandi en það var okkar val að ráðast í verkefnið,“ segir Anna Kristín. Þótt ráðgert sé að Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra leggi frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp er alls óvíst að það njóti stuðnings meirihluta þingmanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins því að minnsta kosti tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst efasemdum um það. Dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, hefur lýst efasemdum um að raunverulegur launamunur kynja sé fyrir hendi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. 17. febrúar 2017 20:45 Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Ráðgert er að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á Alþingi í mars. Frumvarpið mun ná til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri. Enn er verið að móta útfærslu frumvarpsins i ráðuneytinu. Á meðal þess sem er til skoðunar í þessari vinnu eru mismunandi útfærslur eftir stærð vinnustaða og sömuleiðis mismunandi gildistíma. Kveðið er á um jafnlaunavottun i stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Anna Kristín Kristjánsdóttir, meðeigandi i Hvíta húsinu.Sú ákvörðun að knýja fyrirtækin til að taka upp slíka jafnlaunavottun hafa vakið blendin viðbrögð í atvinnulífinu. „Við erum sannfærð um að þetta sé til góðs. Það græða flestir sem fara í jafnlaunavottun á henni. En það er nú eiginlega bara frumskilyrði að menn geri það að eigin frumkvæði og af því að þeir sjá hag í því,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur nýlega tekið upp jafnlaunavottun. Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í fyrirtækinu og einn eigenda, segir að kostnaður fyrirtækis við að taka upp slíka vottun sé 2 milljónir króna hið minnsta. „Það eru örfá fyrirtæki af þessari stærðargráðu með mannauðsstjóra. Og sú ákvörðun að fara í svona verkefni með engan mannauðsstjóra er áskorun i sjálfu sér,“ segir hún. Verkefnið tók um það bil ár hjá Hvíta húsinu. Anna segir nauðsynlegt að það sé hvetjandi en ekki íþyngjandi að taka upp slíka jafnlaunavottun. „Í okkar tilfelli var þetta sannarlega hvetjandi en það var okkar val að ráðast í verkefnið,“ segir Anna Kristín. Þótt ráðgert sé að Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra leggi frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp er alls óvíst að það njóti stuðnings meirihluta þingmanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins því að minnsta kosti tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst efasemdum um það. Dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, hefur lýst efasemdum um að raunverulegur launamunur kynja sé fyrir hendi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. 17. febrúar 2017 20:45 Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. 17. febrúar 2017 20:45
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17