Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 15:31 Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld. vísir/ernir Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag. Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld, líklega sé þetta mál Bandaríkjamanna og Breta. „Ég tók eftir þessum fréttum en mér er ekki kunnugt um hverju þetta sætir [...] Dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og svo sem ekki verið að óska eftir því enda er ekki endilega víst að þetta heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru. En það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ sagði Sigríður.Vonsvikin með svör ráðherrans Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem spurði Sigríði út í málið, lýsti yfir vonbrigðum með svör ráðherrans. Þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar af lögreglu og vegabréfaeftirliti sem hvoru tveggja falli undir dómsmálaráðuneytið. „Mér þykir leitt að heyra að helsti yfirmaður dómsmála hér á landi viti ekki um málið. En ég vil ítreka það hver ber ábyrgð á því að lögreglan og vegabréfaeftirlitið, sem heyrir undir hæstvirtan ráðherra, fór í þessar aðgerðir. Og veit hæstvirtur ráðherra hvort viðlíka aðgerðir gagnvart ríkisborgurum annarra landa hafi átt sér stað hér á landi,“ sagði Rósa Björk. Sigríður svaraði því til að þetta mál hafi komið upp mjög nýlega og því hafi hún engar upplýsingar um það. „Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ sagði Sigríður.Var í skólaferðalagi Velski kennarinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York 16. febrúar síðastliðinn. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti hafa engar skýringar fengist á málinu. Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag. Sigríður segir ekki víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld, líklega sé þetta mál Bandaríkjamanna og Breta. „Ég tók eftir þessum fréttum en mér er ekki kunnugt um hverju þetta sætir [...] Dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og svo sem ekki verið að óska eftir því enda er ekki endilega víst að þetta heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru. En það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið,“ sagði Sigríður.Vonsvikin með svör ráðherrans Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem spurði Sigríði út í málið, lýsti yfir vonbrigðum með svör ráðherrans. Þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar af lögreglu og vegabréfaeftirliti sem hvoru tveggja falli undir dómsmálaráðuneytið. „Mér þykir leitt að heyra að helsti yfirmaður dómsmála hér á landi viti ekki um málið. En ég vil ítreka það hver ber ábyrgð á því að lögreglan og vegabréfaeftirlitið, sem heyrir undir hæstvirtan ráðherra, fór í þessar aðgerðir. Og veit hæstvirtur ráðherra hvort viðlíka aðgerðir gagnvart ríkisborgurum annarra landa hafi átt sér stað hér á landi,“ sagði Rósa Björk. Sigríður svaraði því til að þetta mál hafi komið upp mjög nýlega og því hafi hún engar upplýsingar um það. „Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ sagði Sigríður.Var í skólaferðalagi Velski kennarinn heitir Juhel Miah og er múslimi frá Swansea. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York 16. febrúar síðastliðinn. Eins og kunnugt er hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sett á ferðabann fólks frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta en viku áður en Miah var meinað að fara til landsins hafði verið sett lögbann á ferðabann Trump. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Að öðru leyti hafa engar skýringar fengist á málinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36