Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 13:31 Juhel Miah. Skjáskot/BBC Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah. Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Miah er múslimi og frá Swansea í Wales. Hann var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York. Miah átti að ferðast með flugvél Icelandair en var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist engar skýringar hafa á því hvers vegna manninum hafi verið meinað að ferðast til Bandaríkjanna. „Við höfum ekki grænan grun hvað olli þessu eða hvort þetta tengist eitthvað þessu Trump banni. Þetta bara kemur og við erum enginn aðili að þessu nema að það þarf að segja manninum frá þessum,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Ástæðan fyrir því að honum var vísað frá borði og ekki leyft að ferðast áfram til New York þangað sem för hans var heitið er sögð sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars rætt við Miah í fréttum Channel 4. Brot úr viðtali Andy Davies við Miah má sjá hér fyrir neðan. „Það eina sem ég vil vita er hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Ef svo er þá vil ég bara vita það. En ef þetta er meira en það, og ég vona að svo sé ekki, þá vil ég fá útskýringu á því hvers vegna ég mátti ekki ferðast. Það er mitt markmið og þannig vil ég að þetta endi. Ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan. Ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég mátti þola,“ segir Miah.'I'd hate it to happen to anyone else'. Teacher Juhel Miah, from Swansea, on being stopped in Iceland from flying to US #c4news pic.twitter.com/7F36G7nK3B— Andy Davies (@adavies4) February 21, 2017 Einnig er rætt við Miah á BBC. „Mér dettur ekki í hug nein ástæða fyrir því að þeir vilja mig ekki um borð, fyrir utan kannski að ég er Múslimi,“ segir Miah við BBC. „Allir litu á mig eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Ég spurði ítrekað hvers vegna væri verið að vísa mér frá borði en fékk engin svör.“ Breska sendiráðið á Íslandi gat ekki gefið neinar upplýsingar vegna málsins. Hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi fengust þær upplýsingar að best væri að hafa samband við skrifstofu almannavarna Bandaríkjanna (Homeland Security) í London. Enn hefur ekki borist svar þaðan við skriflegri fyrirspurn fréttastofu um mál Miah.
Tengdar fréttir Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
Velskum kennara vísað frá borði í Keflavík Ástæðan er sögð vera sú að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa kennaranum að koma til Bandaríkjanna. 20. febrúar 2017 17:59