Star Wars voru frábær kaup Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 14:00 George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar