Star Wars voru frábær kaup Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 14:00 George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar