Framsókn og VG á móti innflutningi á hráu kjöti Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2017 20:36 Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggjast gegn innflutningi á fersku kjöti og ítreka mikilvægi fæðu- og matvælaöryggis í landinu. Landbúnaðarráðherra tekur undir öryggissjónarmið en segir jafnframt að tryggja þurfi fjölbreytni og hag neytenda varðandi framboð á landbúnaðarvörum. Í umræðum hér á Alþingi í dag voru þingmenn allra flokka sammála um að gæti þyrfti að matvæla- og fæðuöryggi á Íslandi. Hins vegar mátti greina hug til meiri verndarstefnu hjá þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki hóf sérstaka umræðu um matvælaframleiðslu- og öryggi á Alþingi í dag og ítrekaði að íslensk kjörframleiðsla væri laus við sýkla- og hormónalyf. Ég tel að með innflutningi á hráu kjöti værum við að grafa undan matvælaöryggi á Íslandi en langar til að heyra viðhörf hæstbvirts ráðherra varðandi það,“ sagði Silja Dögg.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjeturFramsóknarmenn leggðu áherslu á að mótuð verði stefna varðandi ógnir við fæðu og matvælaöryggi á Íslandi. Nýlega var gerður samningur um aukinn innflutning á hráu kjöti frá Evrópusambandinu og héraðsdómur hefur verið kveðinn upp um að bann við slíkum innflutningi samræmist ekki EES samningnum. En um 15 ár eru hins vegar liðin frá því frelsi var aukið í innflutningi á grænmeti. „Ég ætla nú ekki að fara nánar í það hvað við erum að flytja allt of mikið inn af grænmeti og framleiða miklu minna en við gætum mögulega gert,“ sagði Silja Dögg. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði mikilvægt að innleiða vottunarkerfi og upprunamerkingar á landúnaðarvörum, en sérstaða Íslands fælist í hreinni vöru. Skyma þyrfti fyrir fjölónæmum bakteríum. Hún hefði að sjálfsögðu áfrýjað dómi héraðsdóms um innflutning á hráu kjöti til Hæstaréttar til að fá afgerandi niðurstöðu í málið. Þorgerður Katrín sagði aftur á móti tollkvótar á innfluttum landbúnaðarvörum muni aukast næsta sumar samkvæmt nýlegum samningi við Evrópusambandið en samningurinn felur líka í sér stóraukinn útflutning á íslenskum landbúnaðarvörum. „Í þeirri vinnu, við endurskoðun á regluverkinu, verða hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi. Hvað varðar verð og vöruúrval. Ég geri mér hins vegar fyllilega grein fyrir að þetta er mjög snúið mál. Það er ekki auðleyst en markmiðin eru skýr. Að koma til móts við hag neytenda,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira