Viðhorf útlendinga til Íslands jákvæðara nú en árið 2014 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. MYND/ÍSLANDSSTOFA Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira