Bankarnir halda verði niðri á landsbyggðinni Snærós Sindradóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum en þrátt fyrir það er húsnæðisverð oft þriðjungur af því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum þorpum standa fjölmörg hús á sölu óhreyfð um árabil. Eftir stendur spurningin hvers vegna ungt fólk leggur ekki land undir fót og kaupir sér sína fyrstu eign í minni byggðarlögum, í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða þurfa að sætta sig við lakari húsakost á höfuðborgarsvæðinu en vonir stóðu til. „Þar sem er erfitt að selja íbúðir, þorir fólk ekki að kaupa íbúðir,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar. „En víða er alveg ofboðsleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði og það er ekki jafn mikill munur á verði á leigumarkaðnum á mörgum minni stöðum samanborið við leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.“Þóroddur Bjarnason prófessor. Mynd/Völundur JónssonÞóroddur bendir á að hvergi sé sama fasteignaverð en vöxtur sé í um það bil 75 til 100 kílómetra fjarlægð frá stærri þéttbýlisstöðum með öflugri þjónustu. Fólk kaupi til dæmis ódýrt á Dalvík en vinni á Akureyri. „Þetta kallast „counter urbanisation“. Þetta er sem sagt ekki úthverfavæðing heldur er fólk að flytja í sjálfstæð byggðarlög sem eru í seilingarfjarlægð.“ Þóroddur segir þó fleira spila inn í en tregðu við að kaupa húsnæði sem erfitt gæti reynst að selja að nýju. Þjónusta á sumum jaðarsvæðum sé með eindæmum slæm. „Þú getur keypt hús á Raufarhöfn sem er í 100 km fjarlægð frá Húsavík, en hvað ætlarðu að gera þar? Auðvitað eru dæmi um að fólk vinni vinnu þar sem engu skiptir hvar það er staðsett, svo framarlega sem nettengingin er í lagi. En ef þú býrð í þorpi ásamt öðrum 120 og búðin er opin í tvo klukkutíma á dag þá er það kannski ekki vænlegur kostur.“ Á Bíldudal í Vesturbyggð hefur um nokkra hríð verið uppgangur. Svo er komið að fasteignaskortur er á svæðinu. Það virðist þó ekki leiða til hækkunar fasteignaverðs og lögmálið um framboð og eftirspurn á því ekki við. „Bankarnir, sérstaklega Íbúðalánasjóður, hafa verið rosalega tregir. Ef þú kemur með kaupsamning sem er með hærra verði en hugmynd bankans um hvað hús á þessu svæði kostar, þá neita þeir að viðurkenna hann. Vítahringurinn sem þú situr svo fastur í er að á meðan fasteignaverðið er lægra en byggingakostnaðurinn þá byggir enginn.“ Þóroddur nefnir dæmi um útgerð á Raufarhöfn sem réð til sín 20 starfsmenn en síðan var ekki nægt húsnæði á staðnum. Mörg hús stóðu auð en eru nýtt sem sumarhús.. Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð, nefnir dæmi um fasteignakaup á Bíldudal. „Jafnvel þó komið væri á samkomulag á milli seljanda og kaupanda upp á 20 milljónir þá sagði bankinn að honum þætti húsið ekki meira virði en 15 milljónir og lánaði þá bara fyrir því.“ Undanfarið hafa ýmis störf verið auglýst í Vesturbyggð en húsnæðisskortur er viðvarandi. „Það er dálítið erfitt að horfa upp á að það vantar húsnæði fyrir íbúa en á meðan sjáum við góð fjölskylduhús notuð sem sumarhús í eina til tvær vikur á ári.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Húsnæðisskortur er í sumum minni bæjum en þrátt fyrir það er húsnæðisverð oft þriðjungur af því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum þorpum standa fjölmörg hús á sölu óhreyfð um árabil. Eftir stendur spurningin hvers vegna ungt fólk leggur ekki land undir fót og kaupir sér sína fyrstu eign í minni byggðarlögum, í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða þurfa að sætta sig við lakari húsakost á höfuðborgarsvæðinu en vonir stóðu til. „Þar sem er erfitt að selja íbúðir, þorir fólk ekki að kaupa íbúðir,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar. „En víða er alveg ofboðsleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði og það er ekki jafn mikill munur á verði á leigumarkaðnum á mörgum minni stöðum samanborið við leiguverð á höfuðborgarsvæðinu.“Þóroddur Bjarnason prófessor. Mynd/Völundur JónssonÞóroddur bendir á að hvergi sé sama fasteignaverð en vöxtur sé í um það bil 75 til 100 kílómetra fjarlægð frá stærri þéttbýlisstöðum með öflugri þjónustu. Fólk kaupi til dæmis ódýrt á Dalvík en vinni á Akureyri. „Þetta kallast „counter urbanisation“. Þetta er sem sagt ekki úthverfavæðing heldur er fólk að flytja í sjálfstæð byggðarlög sem eru í seilingarfjarlægð.“ Þóroddur segir þó fleira spila inn í en tregðu við að kaupa húsnæði sem erfitt gæti reynst að selja að nýju. Þjónusta á sumum jaðarsvæðum sé með eindæmum slæm. „Þú getur keypt hús á Raufarhöfn sem er í 100 km fjarlægð frá Húsavík, en hvað ætlarðu að gera þar? Auðvitað eru dæmi um að fólk vinni vinnu þar sem engu skiptir hvar það er staðsett, svo framarlega sem nettengingin er í lagi. En ef þú býrð í þorpi ásamt öðrum 120 og búðin er opin í tvo klukkutíma á dag þá er það kannski ekki vænlegur kostur.“ Á Bíldudal í Vesturbyggð hefur um nokkra hríð verið uppgangur. Svo er komið að fasteignaskortur er á svæðinu. Það virðist þó ekki leiða til hækkunar fasteignaverðs og lögmálið um framboð og eftirspurn á því ekki við. „Bankarnir, sérstaklega Íbúðalánasjóður, hafa verið rosalega tregir. Ef þú kemur með kaupsamning sem er með hærra verði en hugmynd bankans um hvað hús á þessu svæði kostar, þá neita þeir að viðurkenna hann. Vítahringurinn sem þú situr svo fastur í er að á meðan fasteignaverðið er lægra en byggingakostnaðurinn þá byggir enginn.“ Þóroddur nefnir dæmi um útgerð á Raufarhöfn sem réð til sín 20 starfsmenn en síðan var ekki nægt húsnæði á staðnum. Mörg hús stóðu auð en eru nýtt sem sumarhús.. Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi sveitarstjóri í Vesturbyggð, nefnir dæmi um fasteignakaup á Bíldudal. „Jafnvel þó komið væri á samkomulag á milli seljanda og kaupanda upp á 20 milljónir þá sagði bankinn að honum þætti húsið ekki meira virði en 15 milljónir og lánaði þá bara fyrir því.“ Undanfarið hafa ýmis störf verið auglýst í Vesturbyggð en húsnæðisskortur er viðvarandi. „Það er dálítið erfitt að horfa upp á að það vantar húsnæði fyrir íbúa en á meðan sjáum við góð fjölskylduhús notuð sem sumarhús í eina til tvær vikur á ári.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur