Þingmaður Pírata segir brýnt að virkja samfélagsþátttöku ungs fólks Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þingmaður Pírata hefur áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku ungs fólks og segir brýnt að virkja samfélagslega þátttöku ungu kynslóðarinnar. Þörf sé á nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmálum, nýrri stjórnarskrá og gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu. Viktor Orri Valgarðsson hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag með því að segja að samfélagsleg þátttaka ungs fólks væri eitt mest aðkallandi íslenskra stjórnmála en á sama tíma eitt þeirra mála sem virtust fá hvað minnsta athygli stjórnvalda. „Kjörsókn á Íslandi hefur dregist umtalsvert saman undanfarna áratugi eins og víðar á Vesturlöndum og sú þróun hefur verið sérstaklega áberandi meðal ungs fólks. Kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum var sú lang minnsta í lýðveldissögunni og það sama gilti um síðustu alþingiskosningar. Kjörsóknin hrapaði til að mynda úr 73,5 prósentum árið 2010 í 66,5 prósent árið 2015,“ sagði Viktor Orri. Þá hafi kjörsókn tuttugu til tuttugu og fjögurra ára kjósenda verið enn minni eða 42 prósent árið 2014. Traust ungs fólks á á stjórnmálum og stjórnvöldum hefði minnkað mikið. „Og áhugi ungs fólks á þátttöku í lýðræðiskerfinu okkar virðist vera hverfandi. Þetta er vandamál bæði fyrir unga fólkið og ekki síður fyrir stjórnmálin. Vandamál sem er alvarlegt í dag og verður enn alvarlegra þegar fram líða stundir,“ sagði Viktor Orri. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að bregðast við þessu bæði á vettvangi stjórnmálanna og öðrum sviðum samfélagsins til að virkja ungt fólk til þátttöku, meðal annars í sjálfboðaliða- og félagsstarfi ungmenna. „Ég held að við þurfum að gera margt. Bæði stjórnmálin og samfélagið almennt. Við þurfum nútímalegri og lýðræðislegri stjórnmál með nýrri stjórnarskrá. Gegnsærri og skilvirkari stjórnsýslu, málefnalegri og faglegri umræðu, aukin áhrif almennings milli kosninga og svona mætti lengi telja,“ sagði Viktor Orri. Þingmenn allra flokka tóku vel undir málflutning Viktors Orra og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var sammála því að efla þyrfti þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Ráðherrann sagði þó erfitt að meta sögulega kosningaþátttöku ungs fólks þar sem kosningaþátttaka eftir aldri hafi ekki verið skráð fyrr en frá sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Verkefni eins og Skuggakosningar og Ég kýs í framhaldsskólum landsins hafi gefið góða raun og verði haldið áfram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. „Niðurstöður skuggakosninganna í framhaldsskólunum gáfu ýmsar vísbendingar um hvernig frekari fræðsla og kynnnig gæti verið. En fyrst og fremst kölluðu þessar niðurstöður sem greindar hafa verið á nauðsyn þess að gera þarf kosningum og mikilvægi kosningaþátttöku miklu betur skil meðal ungs fólks,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.v
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira