Ábyrgðarlaust dómsvald Áslaug Björgvinsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:35 Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag var enn eitt málið frá Héraðsdómi Reykjavíkur ómerkt í Hæstarétti vegna vanhæfis dómara með ómældum kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur og aðila máls. Ef dómsvaldið væri banki í eigu okkar allra væru menn auðvitað farnir að ræða ábyrgð stjórnenda, s.s. á verkferlum og gæðamálum. Fyrir liggur að spillingarnefnd Evrópuráðsins (GRECO) beindi þegar árið 2013 tilmælum til íslenskra stjórnvalda m.a. um þörfina á að lagfæra verkferla um íslenska meðdómarakerfið til að forðast hagsmunaárekstra og tryggja heilindi. Ekkert hefur verið gert og enn eiga sér stað fokdýr mistök í meingölluðu kerfi dómsvaldsins. Hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa óskað eftir að lögbundnir forsvarsmenn dómsvaldsins, s.s. formaður dómstólaráðs eða dómstólaráðherra, svari fyrir ábyrgð og mistök dómsvaldsins. Ekki einu sinni formaður Dómarafélags Íslands, Skúli Magnússon dósent við HÍ. Gagnrýnin umræða um dómsvaldið er hans aðaláhyggjuefni. Skúli tekur ítrekað að sér kerfisvörn fyrir fjársvelt, illa stjórnað og vanrækt dómskerfi í stað þess sinna því lögbundna hlutverki Dómarafélagsins að standa vörð um sjálfstæði dómara og dómsvaldsins. Hans hlutverk og stjórnar Dómarafélagsins er að berjast fyrir boðlegu skipulagi um dómsvaldið í samræmi við hlutverk þess samkvæmt stjórnarskránni, þ.á.m. fullnægjandi starfsskilyrðum dómara, stoðkerfi þeirra, fræðslu og þjálfun. En það er auðvitað óþægilegt fyrir hann að gagnrýna kerfi sem samanstendur af vinum hans og kollegum í dómstólaráði sem fer með yfirstjórn héraðsdómstólanna. Í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á föstudaginn um kostnað vegna vanhæfra dómara segir Skúli, eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það er ljóst að það þýðir bæði kostnað fyrir dómskerfið og þá sem að því koma. En það er auðvitað ekki einsdæmi að dómar séu ómerktir og mál séu endurflutt. Það er náttúrulega þekkt að það gerist og er sá möguleiki hluti af málsmeðferðinni.“ Skúli minnist ekki einu orði á augljósa þörf á úrbótum á ábyrgðarlausu dómsvaldi. Til að halda dómsvaldinu til ábyrgðar þarf m.a. að að breyta lögum á þann veg að málsaðilar njóti sjálfkrafa gjafsóknar frá ríkinu vegna viðbótarmálskostnaðar sem hlýst af endurflutningi mála vegna mistaka dómara. Það væri til þess fallið að auka aðhald að dómsvaldinu í þeim tilgangi að bæta verkferla, fræðslu og þjálfun dómara og þar með gæði málsmeðferðar fyrir héraðsdómi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun