Flogið að feigðarósi Stjórnarmaðurinn skrifar 12. febrúar 2017 11:00 Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira