Körfubolti

Haukur Helgi og félagar unnu fallslaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. vísir/ernir
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen lönduðu mikilvægum sigri í spennuleik á móti Boulogne-sur-mer í frönsku b-deildinni í körfubolta í kvöld.

Rouen vann leikinn 82-78 eftir að hafa verið einu stigi yfir í hálfleik, 34-33.

Rouen og Boulogne-sur-mer voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 17. og 18. sæti deildarinnar.

Haukur Helgi Pálsson var ískaldur og hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum í leiknum. Hann fékk líka sína fimmtu villu skömmu fyrir leikslok.

Haukur Helgi var aftur á móti duglegum að finna félaga sína og gaf alls sex stoðsendingar. Hann var síðan með fjögur fráköst og eina fiskaða villu.

Sjötta og síðasta stoðsendingin hans kom fyrir lykilkörfu á lokamínútum leiksins með Rouen komst þá í 78-75.

Rouen-liðið hefur verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum. Með sama áframhaldi mun liðið bjarga sér frá falli í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×