Hjúkrunarfræðinemar vilja ekki starfa á Landspítalanum vegna slæmra launakjara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2017 14:24 Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.” Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.”
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira