Strákarnir fengu engin Laureus-verðlaun: Töpuðu fyrir Nico Rosberg og Barca-börnum 14. febrúar 2017 20:02 Engin verðlaun þetta árið. vísir/epa Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira