Lars Lagerbäck mættur í vinnuna hjá norska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 14:00 Munu Norðmenn elska Lars Lagerback eins og við Íslendingar? Vísi/EPA Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins, á það sameiginlegt með nýjum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni, að hafa hafið störf á nýjum stað á mánudaginn. Lagerbäck hóf þá formlega störf sem nýr landliðsþjálfari Noregs og mætti á skrifstofu norska sambandsins á Ullevi-leikvanginum. „Ég hef séð Tékkaleikinn og er byrjaður að skoða leikmenn. Í síðustu viku sá ég sjö eða átta leiki, leiki hjá St. Etienne, Hull, samantekt með Vålerenga, smá af Rosenborg, FC Kaupmannahöfn og Fulham,“ sagði Lars Lagerbäck í sínu fyrsta viðtali eftir að hann hóf störf. Lagerbäck býst ekki við að ræða við leikmenn fyrr en að hópurinn kemur saman til æfinga í London í mars næstkomandi. Hann vill heldur ekkert gefa upp um einstaka leikmenn strax í samtölum við norska blaðamenn. Lagerbäck mun því líklega kynnast þeim persónulega í frysta sinn í æfingabúðunum sem fara fram á æfingasvæði Fulham í næsta mánuði. Lars ætlar að setja saman 35 til 40 manna hóp leikmanna sem hann telur að séu inn í myndinni en svipað var upp á teningnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Það styttist í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn en hann verður á móti Norður-Írum í undankeppni HM 2018 og fer fram á Windsor Park í Belfast 26. mars. Lagerbäck mun tilkynna fyrsta hópinn sinn á blaðamannafundi 19. mars. Lagerbäck er óhræddur við að ýta undir mikilvægi leiksins í fyrrnefndu viðtali við NTB. „Þessi leikur skiptir öllu máli hvað varðar undankeppnina. Ef við töpum á móti Norður-Írlandi þá er ljóst að við eigum enga möguleika á að komast í umspil. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við enn möguleika,“ sagði Lars Lagerbäck. Noregur fékk þrjú stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum eða fjórum stigum minna en Norður-Írland sem er eins og er í öðru sæti riðilsins. Þjóðverjar eru með fullt hús á toppnum og fátt kemur í veg fyrir að þeir vinni riðilinn og tryggi sig inn á HM. Fyrsti heimaleikur norska liðsins undir stjórn Lagerbäck í undankeppninni verður síðan á móti Tékkum í júní. Lars þekkir það nú að vinna Tékka á heimavelli í júní.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira