Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Steve Bannon, ráðgjafi hans, við innsetningarathöfn forsetans. Nordicphotos/AFP Fjölmargir forsetar hafa ráðið áberandi ráðgjafa. Sumir þessara ráðgjafa hafa verið grunaðir um að ákveða stefnuna á bak við tjöldin. En við höfum aldrei orðið vitni að ráðgjafa sem hefur tryggt sér jafn mikið vald og Stephen Bannon. Né heldur höfum við séð mann valda yfirmanni sínum svo miklum álitshnekki.“ Svona hefst skoðanagrein sem birtist í New York Times í lok janúarmánaðar. Öll ritstjórn blaðsins kvittar undir greinina sem fjallar um Stephen K. Bannon, oftast kallaður Steve, aðalráðgjafa forseta Bandaríkjanna. Skipan Bannons í embættið hefur verið gagnrýnd. Hefur Bannon verið sagður gyðingahatari, kynþáttahatari og kvenhatari. Þá hefur hann verið kallaður brúðumeistari Trumps. Um sama leyti og fyrrnefnd grein birtist í New York Times fór myllumerkið #StopPresidentBannon á flug á Twitter. Leið Bannons í embætti aðalráðgjafa er hins vegar líkt og í skáldsögu. Fáir hafa skrautlegri ferilskrá og rýndi Fréttablaðið í fyrri störf Steves Bannon.Úr háskóla í herinnBannon útskrifaðist úr Virginia Tech háskóla með BA-gráðu í skipulagsfræðum. Þaðan lá leiðin í meistaranám í þjóðaröryggisfræðum við Georgetown University School of Foreign Service og loks í MBA-nám við Harvard. Á milli þess að nema skipulagsfræði og þjóðaröryggisfræði skráði Bannon sig hins vegar í sjóher Bandaríkjanna þar sem hann þjónaði frá árinu 1976 til 1983. Var hann í áhöfn herskipsins Paul F. Foster á Kyrrahafi.Andrew Breitbart var samherji Bannons á meðan hann lifði. Hann lést árið 2012, 43 ára að aldri.Nordicphotos/AFPFjárfestir og frömuðurÞegar Bannon fór út á vinnumarkaðinn eftir nám og herþjónustu var hann ráðinn til fjárfestingabankans Goldman Sachs. Vann hann sig þar upp í stöðu varaforseta fyrirtækisins. Eftir nokkurra ára starf fyrir Goldman Sachs stofnaði Bannon fjárfestingabankann Bannon & Co. með nokkrum samstarfsmönnum. Þegar hér er komið sögu verður sagan af ferli Bannons skrautleg. Eftirminnilegasta verkefni Bannon & Co. var að hafa umsjón með sölu fyrirtækisins Castle Rock Entertainment til stofnanda CNN, Ted Turner. Fyrir þátt sinn í viðskiptunum öðlaðist Bannon hluta af réttindum fyrir fimm sjónvarpsþætti. Á meðal þeirra var nýr þáttur, kominn á sína þriðju þáttaröð, er nefndist Seinfeld. Átti Bannon eftir að græða milljarða á þeim réttindum.Kvikmyndir og BreitbartEn Seinfeld er ekki einu tengsl Bannons við skemmtanabransann. Frá árinu 1990 hefur Bannon framleitt átján kvikmyndir. Allt frá glæpa-tryllinum the Indian Runner úr smiðju Seans Penn og til heimildamyndarinnar In the Face of Evil um Bandaríkjaforsetann Ronald Reagan. Við framleiðslu myndarinnar um Reagan kynntist Bannon íhaldsmanninum og blaðamanninum Andrew Breitbart. Kynnin urðu til þess að Bannon varð einn stofnenda fréttasíðunnar Breitbart News. Miðillinn var síðar gagnrýndur fyrir öfgakenndar skoðanir á minnihlutahópum. Með því hófust eiginleg afskipti Bannons af stjórnmálum.Bannon er hann stýrði útvarpsþætti Breitbart News á SiriusXM Patriot.Nordicphotos/AFPBannon átti eftir að vinna að ýmsu fyrir Breitbart News. Framleiðsla hans á heimildamyndum um íhaldssamar konur, Söru Palin og Occupy-hreyfinguna urðu til þess að Breitbart sjálfur lýsti Bannon sem „Leni Riefenstahl Teboðshreyfingarinnar“. Þá stýrði hann einnig útvarpsþætti Breitbart News á útvarpsstöðinni SiriusXM Patriot. Eftir andlát Breitbarts árið 2012 tók Bannon við stöðu framkvæmdastjóra Breitbart News og gegndi henni til ársins 2016. Á sama tíma hafði hann stofnað samtök sem fylgdust með kjörnum fulltrúum, Government Accountability Institute. Komu samtökin að útgáfu bókarinnar Clinton Cash þar sem Bill og Hillary Clinton eru sökuð um ýmislegt misjafnt.Bannon seldi tölvuleikjagull.Nordicphotos/AFPWarcraft og geimferðirEn Bannon hefur ekki eingöngu framleitt kvikmyndir og séð um sölu fyrirtækja. Á meðal þess óvenjulegasta sem hann hefur fengist við er stýring rannsóknarverkefnisins Biosphere 2 í eyðimörkinni í Arizona-ríki. Á tíma sínum við stjórnvölinn einbeitti Biosphere 2 sér að geimkönnun og mögulegum nýlendum mannkyns í geimnum. Þegar fram liðu stundir fór verkefnið hins vegar að snúast um loftslagsbreytingar og mengun. Hið allra sérkennilegasta á ferilskrá Bannon er hins vegar starf hans fyrir Internet Gaming Entertainment. Árið 2006 taldi Bannon félaga sína hjá Goldman Sachs á að fjárfesta í fyrirtækinu. Var það gert og settist Bannon í stjórn IGE. Á þeim tíma var eitt helsta verkefni fyrirtækisins að selja spilurum tölvuleiksins World of Warcraft stafrænan gjaldmiðil leiksins, gull, fyrir raunverulega peninga. Þar sem slíkt braut gegn notendaskilmálum leiksins fór einn spilari í mál við Internet Gaming Entertainment. Við það tók fyrirtækið krappa dýfu. Það reis hins vegar úr öskunni, breytti nafninu í Affinity Media og réð Bannon framkvæmdastjóra. Því starfi gegndi hann frá 2007 til 2011. Undir því nafni rak fyrirtækið meðal annars leitarvélar og spjallborð fyrir tölvuleiki.Bannon hefur verið harðlega mótmælt.nordicphotos/AFPAfhjúpandi kosningabaráttaEftir talsverða erfiðleika í herbúðum Donalds Trump í kosningabaráttunni síðastliðið sumar var ákveðið að skipta um manninn í brúnni. Tók því Bannon við stöðu framkvæmdastjóra framboðsins í ágúst. Það reyndist farsæl ákvörðun því Trump sigraði í kosningunum. Í kosningabaráttunni fékk heimsbyggðin hins vegar að kynnast bæði Bannon og Breitbart News betur. Hefur því verið haldið fram að Bannon og Breitbart News hafi hatursfullar skoðanir á konum, gyðingum og innflytjendum svo fátt eitt sé nefnt. Þá var kæra Mary Louise Piccard frá árinu 1995 dregin fram í sviðsljósið. Piccard var á þeim tíma eiginkona Bannons og sakaði hann um heimilisofbeldi. Dómstóll felldi málið hins vegar niður þar sem Piccard mætti ekki fyrir rétt. Síðar sagðu Piccard ástæðu fjarvistarinnar þá að Bannon og lögfræðingur hans hafi hótað sér. En nú er Bannon kominn í Hvíta húsið sem aðalráðgjafi. Þar situr hann einnig í öryggisráði Bandaríkjanna og talar um fjölmiðla sem stjórnarandstöðuna í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Fjölmargir forsetar hafa ráðið áberandi ráðgjafa. Sumir þessara ráðgjafa hafa verið grunaðir um að ákveða stefnuna á bak við tjöldin. En við höfum aldrei orðið vitni að ráðgjafa sem hefur tryggt sér jafn mikið vald og Stephen Bannon. Né heldur höfum við séð mann valda yfirmanni sínum svo miklum álitshnekki.“ Svona hefst skoðanagrein sem birtist í New York Times í lok janúarmánaðar. Öll ritstjórn blaðsins kvittar undir greinina sem fjallar um Stephen K. Bannon, oftast kallaður Steve, aðalráðgjafa forseta Bandaríkjanna. Skipan Bannons í embættið hefur verið gagnrýnd. Hefur Bannon verið sagður gyðingahatari, kynþáttahatari og kvenhatari. Þá hefur hann verið kallaður brúðumeistari Trumps. Um sama leyti og fyrrnefnd grein birtist í New York Times fór myllumerkið #StopPresidentBannon á flug á Twitter. Leið Bannons í embætti aðalráðgjafa er hins vegar líkt og í skáldsögu. Fáir hafa skrautlegri ferilskrá og rýndi Fréttablaðið í fyrri störf Steves Bannon.Úr háskóla í herinnBannon útskrifaðist úr Virginia Tech háskóla með BA-gráðu í skipulagsfræðum. Þaðan lá leiðin í meistaranám í þjóðaröryggisfræðum við Georgetown University School of Foreign Service og loks í MBA-nám við Harvard. Á milli þess að nema skipulagsfræði og þjóðaröryggisfræði skráði Bannon sig hins vegar í sjóher Bandaríkjanna þar sem hann þjónaði frá árinu 1976 til 1983. Var hann í áhöfn herskipsins Paul F. Foster á Kyrrahafi.Andrew Breitbart var samherji Bannons á meðan hann lifði. Hann lést árið 2012, 43 ára að aldri.Nordicphotos/AFPFjárfestir og frömuðurÞegar Bannon fór út á vinnumarkaðinn eftir nám og herþjónustu var hann ráðinn til fjárfestingabankans Goldman Sachs. Vann hann sig þar upp í stöðu varaforseta fyrirtækisins. Eftir nokkurra ára starf fyrir Goldman Sachs stofnaði Bannon fjárfestingabankann Bannon & Co. með nokkrum samstarfsmönnum. Þegar hér er komið sögu verður sagan af ferli Bannons skrautleg. Eftirminnilegasta verkefni Bannon & Co. var að hafa umsjón með sölu fyrirtækisins Castle Rock Entertainment til stofnanda CNN, Ted Turner. Fyrir þátt sinn í viðskiptunum öðlaðist Bannon hluta af réttindum fyrir fimm sjónvarpsþætti. Á meðal þeirra var nýr þáttur, kominn á sína þriðju þáttaröð, er nefndist Seinfeld. Átti Bannon eftir að græða milljarða á þeim réttindum.Kvikmyndir og BreitbartEn Seinfeld er ekki einu tengsl Bannons við skemmtanabransann. Frá árinu 1990 hefur Bannon framleitt átján kvikmyndir. Allt frá glæpa-tryllinum the Indian Runner úr smiðju Seans Penn og til heimildamyndarinnar In the Face of Evil um Bandaríkjaforsetann Ronald Reagan. Við framleiðslu myndarinnar um Reagan kynntist Bannon íhaldsmanninum og blaðamanninum Andrew Breitbart. Kynnin urðu til þess að Bannon varð einn stofnenda fréttasíðunnar Breitbart News. Miðillinn var síðar gagnrýndur fyrir öfgakenndar skoðanir á minnihlutahópum. Með því hófust eiginleg afskipti Bannons af stjórnmálum.Bannon er hann stýrði útvarpsþætti Breitbart News á SiriusXM Patriot.Nordicphotos/AFPBannon átti eftir að vinna að ýmsu fyrir Breitbart News. Framleiðsla hans á heimildamyndum um íhaldssamar konur, Söru Palin og Occupy-hreyfinguna urðu til þess að Breitbart sjálfur lýsti Bannon sem „Leni Riefenstahl Teboðshreyfingarinnar“. Þá stýrði hann einnig útvarpsþætti Breitbart News á útvarpsstöðinni SiriusXM Patriot. Eftir andlát Breitbarts árið 2012 tók Bannon við stöðu framkvæmdastjóra Breitbart News og gegndi henni til ársins 2016. Á sama tíma hafði hann stofnað samtök sem fylgdust með kjörnum fulltrúum, Government Accountability Institute. Komu samtökin að útgáfu bókarinnar Clinton Cash þar sem Bill og Hillary Clinton eru sökuð um ýmislegt misjafnt.Bannon seldi tölvuleikjagull.Nordicphotos/AFPWarcraft og geimferðirEn Bannon hefur ekki eingöngu framleitt kvikmyndir og séð um sölu fyrirtækja. Á meðal þess óvenjulegasta sem hann hefur fengist við er stýring rannsóknarverkefnisins Biosphere 2 í eyðimörkinni í Arizona-ríki. Á tíma sínum við stjórnvölinn einbeitti Biosphere 2 sér að geimkönnun og mögulegum nýlendum mannkyns í geimnum. Þegar fram liðu stundir fór verkefnið hins vegar að snúast um loftslagsbreytingar og mengun. Hið allra sérkennilegasta á ferilskrá Bannon er hins vegar starf hans fyrir Internet Gaming Entertainment. Árið 2006 taldi Bannon félaga sína hjá Goldman Sachs á að fjárfesta í fyrirtækinu. Var það gert og settist Bannon í stjórn IGE. Á þeim tíma var eitt helsta verkefni fyrirtækisins að selja spilurum tölvuleiksins World of Warcraft stafrænan gjaldmiðil leiksins, gull, fyrir raunverulega peninga. Þar sem slíkt braut gegn notendaskilmálum leiksins fór einn spilari í mál við Internet Gaming Entertainment. Við það tók fyrirtækið krappa dýfu. Það reis hins vegar úr öskunni, breytti nafninu í Affinity Media og réð Bannon framkvæmdastjóra. Því starfi gegndi hann frá 2007 til 2011. Undir því nafni rak fyrirtækið meðal annars leitarvélar og spjallborð fyrir tölvuleiki.Bannon hefur verið harðlega mótmælt.nordicphotos/AFPAfhjúpandi kosningabaráttaEftir talsverða erfiðleika í herbúðum Donalds Trump í kosningabaráttunni síðastliðið sumar var ákveðið að skipta um manninn í brúnni. Tók því Bannon við stöðu framkvæmdastjóra framboðsins í ágúst. Það reyndist farsæl ákvörðun því Trump sigraði í kosningunum. Í kosningabaráttunni fékk heimsbyggðin hins vegar að kynnast bæði Bannon og Breitbart News betur. Hefur því verið haldið fram að Bannon og Breitbart News hafi hatursfullar skoðanir á konum, gyðingum og innflytjendum svo fátt eitt sé nefnt. Þá var kæra Mary Louise Piccard frá árinu 1995 dregin fram í sviðsljósið. Piccard var á þeim tíma eiginkona Bannons og sakaði hann um heimilisofbeldi. Dómstóll felldi málið hins vegar niður þar sem Piccard mætti ekki fyrir rétt. Síðar sagðu Piccard ástæðu fjarvistarinnar þá að Bannon og lögfræðingur hans hafi hótað sér. En nú er Bannon kominn í Hvíta húsið sem aðalráðgjafi. Þar situr hann einnig í öryggisráði Bandaríkjanna og talar um fjölmiðla sem stjórnarandstöðuna í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira