Hærra verð í nærliggjandi bæjarfélögum Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Fasteignaverð í miðbænum er um 500 þúsund per fm2. vísir/anton brink Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira