Körfubolti

Vildi fá að spila með strákunum en var í staðinn rekin úr skólanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Körfuboltastelpa í New Jersey hefur verið rekinn úr skólanum fyrir það eitt að vilja spila áfram körfubolta fyrir skólann sinn eftir að kvennalið skólans var lagt niður.

Sydney Phillips er í sjöunda bekk og því enn í grunnskóla. Hún og fjölskylda hennar voru til búin að berjast fyrir rétti hennar til að æfa körfubolta í skólanum sínum en enginn sá fyrir að það myndi kosta hana skólavistina.

Sydney Phillips var að vonast eftir því að fá að spila með strákaliði St. Theresa grunnskólans eftir að stelpulið skólans var lagt niður.

Skólinn svaraði ósk hennar þannig að skólinn leyfði ekki strákum og stelpum að spila saman í liði. Faðir Sydney var ekki sáttur með þetta og kærði ákvörðun skólaráðsins.

Svar skólans kom til fjölskyldunnar í gegnum lögfræðing St. Theresa og þar kom fram að hvorki Sydney né systur hennar væru lengur velkomnar í skólann.

„Ég er fullur ógeðs. Hvernig voga þeir sé. Hvað gerði Katy? Hvað gerði Sydney? Ég veit ekki hvað við munum gera næst en baráttu okkar er ekki lokið,“ sagði faðir stelpnanna í viðtali við the Post.

Mál Sydney Phillips hefur vakið athygli og bæði WNBA-liðið New York Liberty og skólalið Fordham háskólans hafa boðið Sydney að koma og æfa með þeim.

Fjölskyldan frétti af brottrekstri stelpnanna á meðan þær voru í heimsókn hjá New York Liberty liðinu. Það má sjá meira um þetta mál í grein á síðu Sports Illustrated.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×