Körfubolti

Jakob og félagar enduðu taphrinuna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson er fyrirliði Borås.
Jakob Örn Sigurðarson er fyrirliði Borås. mynd/borås
Jakob Sigurðarson og félagar í Borås Basket unnu mikilvægan átta stiga heimasigur á KFUM Nässjö í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.  

Borås Basket vann leikinn 77-69 en frábær þriðji leikhluti, sem vannst 25-13, lagði grunninn að sigrinum.

Jakob Sigurðarson skoraði 14 stig í leiknum þar af fjögur þeirra í þessum frábæra þriðja leikhluta. Hann var þriðji stigahæsti leikmaður síns liðs en Jakob hitti úr 5 af 12 skotum sínum þar af 2 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna.

KFUM Nässjö var sæti ofar fyrir leikinn og náði Borås-liðið því að komast upp í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri.

Borås var búið að tapa þremur leikjum í röð og því nauðsynlegt fyrir liðið að landa sigri í þessum leik.  

Heimavöllurinn hefur reynst liðinu vel í vetur en Borås hefur unnið 9 af 11 leikjum sínum á heimavelli á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×