Ekki búið að ákveða hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 12:39 Maðurinn sem er í haldi vegna málsins var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. vísir/anton brink „Það er ekki ákveðið hvenær á að yfirheyra hann næst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald og einangrun í gær til tveggja vikna grunaður um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. Birna hvar aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á gangi við Laugaveg 31 klukkan 05:25 umrædda laugardagsnótt. Lík hennar fannst svo við Selvogsvita í Ölfusi átta dögum síðar, 22. janúar síðastliðinn. Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi og einangrun er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio-bifreið í miðbæ Reykjavíkur um það leyti sem Birna hvarf. Lögreglan hefur greint frá því að lífsýni sem fannst í bílnum sé úr Birnu og það sé staðfesting á því að hún hafi verið í bílnum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið ákveðið hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur vegna rannsóknar málsins segir Grímur enga sérstaka ástæðu fyrir því. Annar maður var í haldi vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi í gær eftir tveggja vikna einangrunarvist. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann hafði gefið hjá lögreglu. Hann var ekki látinn sæta farbanni og fór til Nuuk á Grænlandi með áætlunarflugi Flugfélags Íslands í gærkvöldi. Grímur segir í samtali við Vísi að hann sé enn með stöðu sakbornings vegna málsins. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að maðurinn væri að sjálfsögðu ekki látinn laus ef hann væri sakaður um manndráp. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Það er ekki ákveðið hvenær á að yfirheyra hann næst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald og einangrun í gær til tveggja vikna grunaður um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. Birna hvar aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á gangi við Laugaveg 31 klukkan 05:25 umrædda laugardagsnótt. Lík hennar fannst svo við Selvogsvita í Ölfusi átta dögum síðar, 22. janúar síðastliðinn. Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi og einangrun er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio-bifreið í miðbæ Reykjavíkur um það leyti sem Birna hvarf. Lögreglan hefur greint frá því að lífsýni sem fannst í bílnum sé úr Birnu og það sé staðfesting á því að hún hafi verið í bílnum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið ákveðið hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur vegna rannsóknar málsins segir Grímur enga sérstaka ástæðu fyrir því. Annar maður var í haldi vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi í gær eftir tveggja vikna einangrunarvist. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann hafði gefið hjá lögreglu. Hann var ekki látinn sæta farbanni og fór til Nuuk á Grænlandi með áætlunarflugi Flugfélags Íslands í gærkvöldi. Grímur segir í samtali við Vísi að hann sé enn með stöðu sakbornings vegna málsins. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að maðurinn væri að sjálfsögðu ekki látinn laus ef hann væri sakaður um manndráp.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00