Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Flutningsmenn frumvarpsins eru bjartsýnir. Vísir/GVA Þeir flutningsmenn nýs frumvarps, sem myndi meðal annars gefa sölu áfengis frjálsa, sem Fréttablaðið náði tali af telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Sams konar frumvörp voru lögð fram á tveimur síðustu þingum. Alls eru flutningsmenn frumvarpsins níu og koma þeir úr fjórum flokkum. Samanlagður þingstyrkur flokkanna er 42 þingmenn. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, segist treysta því að málið fái málefnalega meðferð og að um það verði uppbyggileg umræða í þinginu sem og í nefndum og í umsögnum sem berast. Á þeim grunni telur hann að líkur séu á því að málið fái brautargengi. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður„Fólk er farið að átta sig á því að þetta er ekki eins hættulegt mál og margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur Árnason, einn flutningsmanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður fyrri frumvarpa sama efnis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á að málið komist í gegn. „Ég held það sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af frjálslyndri ríkisstjórn.“ Þá segja Vilhjálmur og Teitur Björn báðir að helsti munurinn á þessu frumvarpi og fyrri frumvörpum felist í tveimur þáttum; gerð er frekari krafa um aðgreiningu áfengis inni í verslunum frá annarri matvöru og heimilað verði að auglýsa áfengi. Teitur Björn segir að reglur muni gilda um áfengisauglýsingar. Auglýsendum beri að taka fram skaðleg áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt verði á því að slíkar auglýsingar megi ekki höfða til barna.Teitur Björn Einarsson, þingmaðurÁslaug Arna segir málið ekki forgangsmál. „Það er hins vegar áhugavert að heyra fólk tala um að þetta sé ekki mikilvægt mál á sama tíma og það talar um að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá andstæða í því,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti til þess á Facebook í gær að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifaði Birgitta. Vilhjálmur segir málið aldrei hafa verið forgangsatriði. „Það eru mörg minni mál en þetta sem fara í gegnum þingið sem og mörg stærri mál. En þetta er stórt prinsippmál. Mér finnst að menn megi ekki gera lítið úr því,“ segir Vilhjálmur. Hann spyr á móti hvers vegna það sé forgangsatriði ríkisins að reka áfengisverslanir þegar það geti ekki rekið heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. „Við eigum að nota tíma og peninga ríkisins í annað en að reka áfengisverslanir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15 Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Þeir flutningsmenn nýs frumvarps, sem myndi meðal annars gefa sölu áfengis frjálsa, sem Fréttablaðið náði tali af telja líklegra nú en áður að frumvarpið nái í gegn. Sams konar frumvörp voru lögð fram á tveimur síðustu þingum. Alls eru flutningsmenn frumvarpsins níu og koma þeir úr fjórum flokkum. Samanlagður þingstyrkur flokkanna er 42 þingmenn. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, segist treysta því að málið fái málefnalega meðferð og að um það verði uppbyggileg umræða í þinginu sem og í nefndum og í umsögnum sem berast. Á þeim grunni telur hann að líkur séu á því að málið fái brautargengi. Það eigi hins vegar eftir að koma í ljós.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður„Fólk er farið að átta sig á því að þetta er ekki eins hættulegt mál og margir vilja meina,“ segir Vilhjálmur Árnason, einn flutningsmanna, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður fyrri frumvarpa sama efnis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokks, segist bjartsýn á að málið komist í gegn. „Ég held það sé líklegra nú en áður. Til dæmis út af frjálslyndri ríkisstjórn.“ Þá segja Vilhjálmur og Teitur Björn báðir að helsti munurinn á þessu frumvarpi og fyrri frumvörpum felist í tveimur þáttum; gerð er frekari krafa um aðgreiningu áfengis inni í verslunum frá annarri matvöru og heimilað verði að auglýsa áfengi. Teitur Björn segir að reglur muni gilda um áfengisauglýsingar. Auglýsendum beri að taka fram skaðleg áhrif óhóflegrar neyslu og skerpt verði á því að slíkar auglýsingar megi ekki höfða til barna.Teitur Björn Einarsson, þingmaðurÁslaug Arna segir málið ekki forgangsmál. „Það er hins vegar áhugavert að heyra fólk tala um að þetta sé ekki mikilvægt mál á sama tíma og það talar um að málið eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er smá andstæða í því,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hvatti til þess á Facebook í gær að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifaði Birgitta. Vilhjálmur segir málið aldrei hafa verið forgangsatriði. „Það eru mörg minni mál en þetta sem fara í gegnum þingið sem og mörg stærri mál. En þetta er stórt prinsippmál. Mér finnst að menn megi ekki gera lítið úr því,“ segir Vilhjálmur. Hann spyr á móti hvers vegna það sé forgangsatriði ríkisins að reka áfengisverslanir þegar það geti ekki rekið heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. „Við eigum að nota tíma og peninga ríkisins í annað en að reka áfengisverslanir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15 Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00 Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Sorglegt að áfengisfrumvarpið sé komið aftur fram Landlæknir segir að allar rannsóknir bendi til þess að neysla áfengis muni aukast með auknu aðgengi 3. febrúar 2017 13:15
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið. 3. febrúar 2017 07:00
Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða. 3. febrúar 2017 12:45