Spurði Bjarna hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni út af skýrslunum tveimur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 17:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um skýringar á því hvers vegna tvær skýrslur sem unnar voru í tíð hans í fjármálaráðaneytinu hefðu ekki birst „fyrr en seint og um síðir,“ eins og Katrín orðaði það í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Annars vegar er um að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og hins vegar skýrslu um áhrif leiðréttingarinnar. Gagnrýnt hefur verið að skýrslurnar hafi ekki verið birtar fyrir þingkosningarnar í seinasta mánuði þar sem einhverjir hafa haldið því fram að þær hefðu mögulega haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Katrín sagði að það væri ekki aðalatriðið. Aðalatriðið væri „skylda ráðherra til þess að koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við Alþingi og hins vegar við almenning. Það er stóra málið hér. Við eigum rétt á því annars vegar að skýrslubeiðnum frá alþingismönnum sé svarað og hins vegar á almenningur rétt á því að upplýsingar sem liggja fyrir séu birtar.“Spurði hvort hann væri sáttur við frammistöðuna Þá spurði hún ráðherrann hvort hann væri sáttur við þessa frammistöðu og hvort hann skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni venga málsins. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra sem nú leiðir ríkisstjórn, leiðir samskipti framkvæmdarvaldsins við löggjafarvaldið, hvort hann sé sáttur við þessa frammistöðu, hvort hann telji að ekki hefði átt að gera betur í birtingu þessara gagna og hvort hann skuldi ekki Alþingi afsökunarbeiðni fyrir það að þessar upplýsingar hafi ekki berið birtar fyrr.“ Bjarni svaraði því til að nú væri látið eins og það væri algjört einsdæmi að málum væri ekki svarað á þingi. Þannig sagði hann að í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem Katrín sat einmitt í, hefði fjölda fyrirspurna ekki verið svarað. Þannig hafi nítján fyrirspurnum verið ósvarað fyrir kosningarnar 2013. Katrín gaf lítið fyrir svar Bjarna og benti á að alls hafi 22 skriflegar fyrirspurnir, aðrar en sem sneru að skýrslunum tveimur, verið ósvaraðar „þegar hæstvirtur fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra gekk úr síðustu ríkisstjórn með sínum félögum þannig að vissulega er talsvert um fyrirspurnir sem ekki er svarað.“Enginn ágreiningur um að best sé að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega Hún spurði svo hvort það væri ekki eðlilegt, þegar fyrirspurnir væru lagðar fram í október 2015, eins og raunin var með fyrirspurn Katrínar varðandi áhrif leiðréttingarinnar, að gera kröfu um að svörin lægju fyrir fyrr. Bjarni sagði að það væri enginn ágreiningur á milli þeirra Katrínar að best væri að fyrirspurnum væri svarað hratt og örugglega og tók dæmi um fyrirspurn frá Pétri Blöndal frá því í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. „Í þrígang kom sama fyrirspurnin fyrir þingið. Aldrei fékk hann svar frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, aldrei, þeirri ríkisstjórn sem hæstvirtur þingmaður sat í. Ég er meira en tilbúinn til að taka undir með hv. þingmanni um að það fari best á því að stjórnsýslan sé þannig sterk, vel mönnuð og kraftmikil að fyrirspurnum sé svarað sem best og hraðast. Varðandi leiðréttingarskýrsluna þá tók hún of langan tíma. En gleymum því ekki að henni var skilað til þingsins ólíkt því sem átti við um skýrslubeiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blöndal sem aldrei barst. Og það sama gildir um aflandsskýrsluna. Henni var skilað til þingsins. Upplýsingum var lofað, upplýsingar voru veittar. Það er það sem gerðist í þessum málum,“ sagði Bjarni á Alþingi en svaraði því ekki hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni. Alþingi Tengdar fréttir Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um skýringar á því hvers vegna tvær skýrslur sem unnar voru í tíð hans í fjármálaráðaneytinu hefðu ekki birst „fyrr en seint og um síðir,“ eins og Katrín orðaði það í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Annars vegar er um að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og hins vegar skýrslu um áhrif leiðréttingarinnar. Gagnrýnt hefur verið að skýrslurnar hafi ekki verið birtar fyrir þingkosningarnar í seinasta mánuði þar sem einhverjir hafa haldið því fram að þær hefðu mögulega haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Katrín sagði að það væri ekki aðalatriðið. Aðalatriðið væri „skylda ráðherra til þess að koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við Alþingi og hins vegar við almenning. Það er stóra málið hér. Við eigum rétt á því annars vegar að skýrslubeiðnum frá alþingismönnum sé svarað og hins vegar á almenningur rétt á því að upplýsingar sem liggja fyrir séu birtar.“Spurði hvort hann væri sáttur við frammistöðuna Þá spurði hún ráðherrann hvort hann væri sáttur við þessa frammistöðu og hvort hann skuldaði ekki Alþingi afsökunarbeiðni venga málsins. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra sem nú leiðir ríkisstjórn, leiðir samskipti framkvæmdarvaldsins við löggjafarvaldið, hvort hann sé sáttur við þessa frammistöðu, hvort hann telji að ekki hefði átt að gera betur í birtingu þessara gagna og hvort hann skuldi ekki Alþingi afsökunarbeiðni fyrir það að þessar upplýsingar hafi ekki berið birtar fyrr.“ Bjarni svaraði því til að nú væri látið eins og það væri algjört einsdæmi að málum væri ekki svarað á þingi. Þannig sagði hann að í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, sem Katrín sat einmitt í, hefði fjölda fyrirspurna ekki verið svarað. Þannig hafi nítján fyrirspurnum verið ósvarað fyrir kosningarnar 2013. Katrín gaf lítið fyrir svar Bjarna og benti á að alls hafi 22 skriflegar fyrirspurnir, aðrar en sem sneru að skýrslunum tveimur, verið ósvaraðar „þegar hæstvirtur fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra gekk úr síðustu ríkisstjórn með sínum félögum þannig að vissulega er talsvert um fyrirspurnir sem ekki er svarað.“Enginn ágreiningur um að best sé að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega Hún spurði svo hvort það væri ekki eðlilegt, þegar fyrirspurnir væru lagðar fram í október 2015, eins og raunin var með fyrirspurn Katrínar varðandi áhrif leiðréttingarinnar, að gera kröfu um að svörin lægju fyrir fyrr. Bjarni sagði að það væri enginn ágreiningur á milli þeirra Katrínar að best væri að fyrirspurnum væri svarað hratt og örugglega og tók dæmi um fyrirspurn frá Pétri Blöndal frá því í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. „Í þrígang kom sama fyrirspurnin fyrir þingið. Aldrei fékk hann svar frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, aldrei, þeirri ríkisstjórn sem hæstvirtur þingmaður sat í. Ég er meira en tilbúinn til að taka undir með hv. þingmanni um að það fari best á því að stjórnsýslan sé þannig sterk, vel mönnuð og kraftmikil að fyrirspurnum sé svarað sem best og hraðast. Varðandi leiðréttingarskýrsluna þá tók hún of langan tíma. En gleymum því ekki að henni var skilað til þingsins ólíkt því sem átti við um skýrslubeiðni þá sem ég nefndi frá Pétri H. Blöndal sem aldrei barst. Og það sama gildir um aflandsskýrsluna. Henni var skilað til þingsins. Upplýsingum var lofað, upplýsingar voru veittar. Það er það sem gerðist í þessum málum,“ sagði Bjarni á Alþingi en svaraði því ekki hvort hann skuldaði ekki þinginu afsökunarbeiðni.
Alþingi Tengdar fréttir Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33 Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00
Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. 28. janúar 2017 12:33
Bjarni segir fráleitt að skýrslan hafi verið mikilvæg í aðdraganda kosninga Hann hafnar ásökunum stjórnarandstöðunnar um svindl og blekkingar en viðurkennir að það hafi tekið of langan tíma að koma upplýsingunum á framfæri. 4. febrúar 2017 12:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent