Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2017 18:30 Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar sést maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni við Polar Nanoq. Þetta mun sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem eru á meðal gagna málsins. Þá sést maðurinn einnig á upptökum í eftirlitsmyndavélum í verslun Krónunnar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á laugardagsmorgninum örlagaríka þar sem hann er að kaupa hreinsiefni og annan búnað til þrifa. Ekki liggur fyrir játning í málinu en sönnunargögn í því hrannast upp. Meðal gagna málsins eru blóðsýni úr bílnum sem staðfest er að eru úr Birnu. Þá hefur lögreglan kortlagt ferðir bílsins og hefur niðurstöður úr krufningu. Ekki er heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum með útgáfu ákæru eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Þetta er þessi hámarkstímarammi sem að lögreglan vinnur eftir. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í málinu í tvær vikur frá 2. febrúar eða til 16. febrúar næstkomandi. Að sögn Gríms Grímssonar leggur lögreglan höfuðáherslu á að hraða rannsókn málsins þannig að héraðssóknari hafi tíma til að fara yfir gögn þess og taka afstöðu til ákæru í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar sést maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni við Polar Nanoq. Þetta mun sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem eru á meðal gagna málsins. Þá sést maðurinn einnig á upptökum í eftirlitsmyndavélum í verslun Krónunnar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á laugardagsmorgninum örlagaríka þar sem hann er að kaupa hreinsiefni og annan búnað til þrifa. Ekki liggur fyrir játning í málinu en sönnunargögn í því hrannast upp. Meðal gagna málsins eru blóðsýni úr bílnum sem staðfest er að eru úr Birnu. Þá hefur lögreglan kortlagt ferðir bílsins og hefur niðurstöður úr krufningu. Ekki er heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum með útgáfu ákæru eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Þetta er þessi hámarkstímarammi sem að lögreglan vinnur eftir. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í málinu í tvær vikur frá 2. febrúar eða til 16. febrúar næstkomandi. Að sögn Gríms Grímssonar leggur lögreglan höfuðáherslu á að hraða rannsókn málsins þannig að héraðssóknari hafi tíma til að fara yfir gögn þess og taka afstöðu til ákæru í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
„Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06